Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2023 12:57 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. segir að Kína og Rússland eigi margra sameiginlegra hagsmuna að gæta. Vísir/Vilhelm Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. Á meðan Xi Jinping og Vladimír Pútín funda í Rússlandi um Úkraínustríðið greindi forsætisráðherra Japan óvænt frá því að hann væri á leið til Úkraínu í dag til að segja Volodimír Selenskí í eigin persónu að hann fordæmdi innrás Rússa. Jinping og Pútín munu áfram funda í dag í þessari þriggja daga heimsókn og mun forseti Kína ræða þær hugmyndir sem hann hefur til að koma á friði. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hefur ekki mikla trú á friðarhugmyndum kínverskra stjórnvalda og óttast að í þeim felist að veita ólöglegum landvinningum lögmæti. „Stóra spurningin í dag er hvort kínversk stjórnvöld fari að selja vopn til Rússlands sem Rússland getur þá beitt í Úkraínu. Kínverjar hafa haldið að sér höndum hvað þetta varðar hingað til en þetta gæti gjörbreytt stríðsrekstri Rússa ef af þessu yrði og myndi stigmagna átökin,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forsetar Kína og Rússlands hafa þá lýst því yfir að þeir vilji dýpka samvinnu sín á milli en hvað býr þarna að baki? „Það sem meðal annars býr að baki náinni samvinnu milli þessara ríkja er annars vegar það að Rússland nær að flytja áfram út olíu og gas og fjármagna stríðsreksturinn með því að Kína kaupir gas og olíu frá Rússlandi en af hálfu kínverskra stjórnvalda þá eru þeir að leita eftir ódýrari orku og nánari samvinnu við Rússland til þess að komast í orkuauðlindir þeirra í Síberíu og líka til að geta unnið náið með þeim á Norðurslóðum til þess að siglingarleiðin, þegar hún opnast á norðurslóðum, sé greið fyrir kínverskan vöruútflutning og jafnvel stríðsrekstur. Þessi ríki eiga margra sameiginlega hagsmuni að gæta.“ Á sama tíma þurfi kínversk stjórnvöld að gæta sín að færa sig ekki of mikið til Moskvu. „Vegna þess að það mun þá skaða viðskiptin við stærstu markaði Kína sem eru Bandaríkjamarkaður og Evrópumarkaðurinn og þess vegna hafa kínversk stjórnvöld haldið að sér höndum hvað varðar vopnasendingar til Rússlands og ég held að þau muni áfram gera það því þau vilja ekki skera á lífæð viðskipta við Evrópu og Bandaríkin.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kína Tengdar fréttir Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Á meðan Xi Jinping og Vladimír Pútín funda í Rússlandi um Úkraínustríðið greindi forsætisráðherra Japan óvænt frá því að hann væri á leið til Úkraínu í dag til að segja Volodimír Selenskí í eigin persónu að hann fordæmdi innrás Rússa. Jinping og Pútín munu áfram funda í dag í þessari þriggja daga heimsókn og mun forseti Kína ræða þær hugmyndir sem hann hefur til að koma á friði. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hefur ekki mikla trú á friðarhugmyndum kínverskra stjórnvalda og óttast að í þeim felist að veita ólöglegum landvinningum lögmæti. „Stóra spurningin í dag er hvort kínversk stjórnvöld fari að selja vopn til Rússlands sem Rússland getur þá beitt í Úkraínu. Kínverjar hafa haldið að sér höndum hvað þetta varðar hingað til en þetta gæti gjörbreytt stríðsrekstri Rússa ef af þessu yrði og myndi stigmagna átökin,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forsetar Kína og Rússlands hafa þá lýst því yfir að þeir vilji dýpka samvinnu sín á milli en hvað býr þarna að baki? „Það sem meðal annars býr að baki náinni samvinnu milli þessara ríkja er annars vegar það að Rússland nær að flytja áfram út olíu og gas og fjármagna stríðsreksturinn með því að Kína kaupir gas og olíu frá Rússlandi en af hálfu kínverskra stjórnvalda þá eru þeir að leita eftir ódýrari orku og nánari samvinnu við Rússland til þess að komast í orkuauðlindir þeirra í Síberíu og líka til að geta unnið náið með þeim á Norðurslóðum til þess að siglingarleiðin, þegar hún opnast á norðurslóðum, sé greið fyrir kínverskan vöruútflutning og jafnvel stríðsrekstur. Þessi ríki eiga margra sameiginlega hagsmuni að gæta.“ Á sama tíma þurfi kínversk stjórnvöld að gæta sín að færa sig ekki of mikið til Moskvu. „Vegna þess að það mun þá skaða viðskiptin við stærstu markaði Kína sem eru Bandaríkjamarkaður og Evrópumarkaðurinn og þess vegna hafa kínversk stjórnvöld haldið að sér höndum hvað varðar vopnasendingar til Rússlands og ég held að þau muni áfram gera það því þau vilja ekki skera á lífæð viðskipta við Evrópu og Bandaríkin.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kína Tengdar fréttir Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26
Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14
Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52