Manchester United sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kemur fram að Rashford geti ekki spilað með enska landsliðinu í leikjum á móti Ítalíu og Úkraínu í undankeppni EM.
@MarcusRashford has been forced to withdraw from @England's squad for their upcoming internationals.#MUFC || #ThreeLions
— Manchester United (@ManUtd) March 20, 2023
Rashford fékk högg í aðdraganda marksins hjá Fulham en fór þó ekki af velli fyrr en á 83. mínútu.
Rashford skoraði sitt þrítugasta mark í öllum keppnum á leiktíðinni þegar hann tryggði Manchester United 1-0 sigur á Real Betis í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.
Enska landsliðið mun sakna Rashford sem hefur verið sjóðandi heitur síðan að hann skoraði þrjú mörk fyrir England á HM í Katar.
United mennirnir Harry Maguire og Luke Shaw eru í hópnum hjá Englendingum.