Lífið

Stjörnu­lífið: Hlust­enda­verð­laun, Eddan og rauði dregillinn í Köben

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Stjörnulífið er vikulegur fastur liður á Vísi.
Stjörnulífið er vikulegur fastur liður á Vísi. Samsett

Viðburðarík vika er nú að baki. Það er óhætt að segja að helgin hafi verið ein stór uppskeruhátíð fyrir tónlistar-, kvikmynda- og sjónvarpsfólk, því fram fóru bæði Hlustendaverðlaunin og Edduverðlaunin.

Salka Sól og Sóli Hólm skemmtu sér vel sem kynnar kvöldsins á Eddunni.

Tvíburarnir Gunnar og Sæmundur voru glæsilegir á Eddunni.

Æði-strákarnir voru þakklátir fyrir Eddutilnefninguna.

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir var tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Svar við bréfi Helgu. Hún veitti einnig verðlaun á hátíðinni í gær með föður sínum.

Leikkonan Aldís Amah var ánægð með tilnefningu sína sem leikkona ársins í aðalhlutverki.

Sóli Hólm er stoltur af sinni konu, Viktoríu Hermannsdóttur. Viktoría fór heim með tvenn Edduverðlaun, þar á meðal var hún valin sjónvarpsmanneskja ársins.

Egill Ploder, Þórdís Vals og Gústi B tóku sig vel út sem kynnar kvöldsins á Hlustendaverðlaununum á föstudaginn.

Tónlistarkonan Bríet vann til flestra verðlauna á Hlustendaverðlaununum. Hún var þó fjarri góðu gamni en fangaði með tónleikum í Kaupmannahöfn.

Ofurtöffararnir í Reykjavíkurdætrum komu fram á Hlustendaverðlaununum á föstudaginn og fengu verðlaun fyrir tónlistarmyndband ársins.

Söngdívurnar Elísabet Ormslev og Stefanía Svavars skemmtu sér konunglega á Hlustendaverðlaununum ásamt þeim Jóa Erni og Gísla Gunnari.

Rapparinn Daniil var valinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum og segir einfaldlega TAKK.

Tónlistarmennirnir Júlí Heiðar og Kristmundur Axel voru með ótrúlega endurkomu á Hlustendaverðlaununum á föstudaginn.

Athafnakonan Andrea Röfn eyddi helginni í Kaupmannahöfn.

Athafnakonan Camilla Rut skellti sér í sannkallaða skvísuferð til kóngsins Köben. Hamingjan skein af henni á rauða dreglinum.

Förðunarfræðingurinn Erna Hrund var einnig stórglæsileg á rauða dreglinum í Köben.

Eurovision stjarnan Diljá Pétursdóttir skellti sér í myndatöku.

Sunneva Einars er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að tískunni.

Bakarinn Elenora Rós eða Bakaranora fagnaði heldur betur stórum áfanga. Hún var ráðin bakari í uppáhalds bakaríinu sínu í London. Draumar geta sannarlega ræst!

Stór draumur rættist einnig hjá rapparanum Herra Hnetusmjöri þegar hann hitti átrúnaðargoðið Snoop Dogg.

Leik- og söngkonan Þórdís Björk er glæsileg með rautt hár.

Jóhanna Guðrún og Þórdís Björk stórglæsilegar í hlutverkum sínum í söngleiknum Chicago.

Kristjana Arnarsdóttir fagnaði vel heppnaðri þáttaröð af Gettu Betur. Hún var einnig tilnefnd sem sjónvarpsmanneskja ársins á Eddunni.

Athafnakonan Tanja Ýr hélt námskeið og geislaði í bleikri dragt.

Bubbi Morthens og Elín Hall skelltu sér í hljóðverið.

Áslaug Arna, Davíð Þorláksson og Hildur Sverris fóru á Iðnþign í Hörpu.

Ingileif bíður spennt eftir barni.

Dansarinn Ástrós Trausta naut sólarinnar.

Öflugar konur komu saman og áttu gott kvöld í Hvammsvík þar sem Gerða Jónsdóttir og Thelma Guðmundsen stóðu fyrir glæsilegum æfingaviðburði.

Athafnakonan Brynja Dan naut lífsins á Ítalíu.

Fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir kann sannarlega að setja saman „outfit“.

Söngkonan Svala Björgvins geislar.

Eva Ruza og Hjálmar Örn voru í góðum gír á Hilton.

Laufey vinnur að næstu plötu úti í Los Angeles.

Helgi Ómars fagnaði afmælisdegi síns heittelskaða.

Katrín Edda minnir á mikilvægi þess að taka myndir af hversdagsleikanum.

Fyrirsætan Alísa Helga Svans elskar Flórens.

Samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Veiga steig út fyrir þægindarammann.


Tengdar fréttir

Þessi hlutu Hlust­enda­verð­­­launin í ár

Hlustendaverðlaunin voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin voru veitt og var öllu tjaldað til. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.