Hlustendaverðlaunin

Fréttamynd

Hlustendaverðlaunin 2024: Barna­kór tók undir með XXX Rottweiler

Félagarnir í þekktustu og gamalgrónustu rapphljómsveit landsins XXX Rottweiler mættu, sáu og sigruðu á Hlustendaverðlaunum 2024 sem fram fóru í Gamla bíó á fimmtudagskvöld. Óvæntir gestir frá Drengjakór Reykjavíkur og Kársneskórnum slógu í gegn á sviðinu með hljómsveitinni.

Tónlist
Fréttamynd

Hlustendaverðlaunin 2024: Lauf­ey, Patrik og Iceguys unnu tvö­falt

Hlustendaverðlaunin 2024 voru afhent við hátíðlega athöfn í Gamla bíói í kvöld. Stórstjarnan Laufey hlaut verðlaun sem söngkona ársins og fyrir plötu ársins, Bewitched. Patrik Atlason var valinn nýliði ársins og hlaut verðlaun fyrir lag ársins. Drengjasveitin Iceguys voru útnefndir flytjendur ársins og myndband þeirra við lagið Krumla var valið myndband ársins.

Lífið
Fréttamynd

Í beinni: Hlustendaverðlaunin 2024

Hlustendaverðlaunin 2024 verða haldin í Gamla Bíó í kvöld en um er að ræða ellefta skiptið sem verðlaunin eru veitt. Þau verða í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi og verður um sannkallaða tónlistarveislu að ræða þar sem margt af helsta tónlistarfólki landsins stígur á svið.

Lífið
Fréttamynd

Spenna í loftinu fyrir Hlustendaverðlaununum 2024

Hlustendaverðlaunin 2024 verða haldin í kvöld klukkan 20:00 í Gamla Bíói en þetta er í ellefta skipti sem hátíðin fer fram. Hún verður jafnframt sýnd í beinni útsendingu á Vísi en margir af stærstu listamönnum landsins stíga á svið í tónlistarveislu.

Lífið
Fréttamynd

Hlustendaverðlaunin 2024: Patr!k svaraði hraðaspurningum

Tónlistarmaðurinn Patr!k lét sér ekki bregða þegar einn af hans bestu vinum og félögum útvarpsmaðurinn Gústi B. lagði fyrir hann laufléttar hraðaspurningar. Patr!k svarar því til að mynda hver er sinn uppáhalds tónlistarmaður á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Vill hafa nær­buxurnar sínar víðar

Víðar nærbuxur, íslenskur snúður með karamelluglassúr og minningarkassi eru meðal hluta sem tónlistarmaðurinn Fannar Ingi Friðþjófsson, forsprakki Hipsumhaps gæti vart lifað án. Hann segist eiga erfitt með að henda ólíklegasta dóti, jafnvel skrám í tölvum.

Lífið
Fréttamynd

Hatar síma og reynir að svara aldrei í þá

Höfuðfat af tegundinni Sigzon, eftir íslenska hönnuðinn Sixson, er einn af þeim tíu hlutum sem tónlistarmaðurinn Mugison gæti vart lifað án. Hann segir hattanotkunina einfalda honum hárumhirðuna og ætlar hann að safna hári áður en hann verður sköllóttur.

Lífið
Fréttamynd

Þessi hlutu Hlust­enda­verð­­­launin í ár

Hlustendaverðlaunin voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin voru veitt og var öllu tjaldað til. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi.

Tónlist
Fréttamynd

Stöðugt að verða sterkari manneskja

Tónlistarkonan Árný Margrét hefur spilað víða um heiminn þrátt fyrir að hafa tekið sitt fyrsta gigg fyrir einungis rúmu ári síðan á Airwaves. Með tónlistinni ögrar hún sér mikið þar sem hún er í grunnin feimin en segir gott að fara stöðugt út fyrir þægindarammann. Árný Margrét er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Tónlist
Fréttamynd

Brotlenti svolítið eftir Söngvakeppnina

Tónlistarmaðurinn Stefán Óli vakti athygli þegar hann tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. Hann elskar að flytja sína eigin tónlist upp á sviði og stefnir á að gefa út plötu á komandi tímum. Stefán Óli er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Tónlist
Fréttamynd

„Maður er eins og guð í smá stund“

Tónlistarkonan og leikkonan Elín Hall skaust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2015 þegar hún tók þátt í Söngvakeppninni aðeins sextán ára gömul. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá hjá Elínu, sem leikur meðal annars í sýningunni Níu líf í Borgarleikhúsinu og hefur gefið út sóló plötu. Elín Hall er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Tónlist
Fréttamynd

„Ekkert erfitt við tónlist nema að fá pening fyrir hana“

Hljómsveitin Kvikindi samanstendur af Brynhildi Karlsdóttur, Friðriki Margrétar-Guðmundssyni og Valgeiri Skorra Vernharðssyni. Með tónlist sinni leggja þau upp úr því að koma fólki til að dansa í gegnum tárin, finna stelpulegu hliðina og elska meira en tónlistin hefur alltaf verið hluti af þeirra lífi. Kvikindi eru tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Tónlist
Fréttamynd

„Maður átti helst ekkert að tala um aldurinn sinn“

Tónlistarkonan og leikkonan Silja Rós er að eigin sögn orkumikil tilfinningavera sem lifir fyrir að skapa list. Það kom snemma í ljós hvert stefndi þar sem hún var syngjandi allan daginn sem barn og henni líður hvergi betur en á sviðinu. Silja Rós er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Tónlist
Fréttamynd

„Algjör draumur að geta unnið við það sem ég elska“

Tónlistarkonan Una Torfadóttir ber marga hatta og segist fyrst og fremst vera stemningskona. Hún hefur verið í kringum tónlist allt sitt líf og segir algjöran draum að geta nú unnið við það sem hún elskar. Una Torfa er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Tónlist
Fréttamynd

„Það er ekkert plan B“

Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra en hann byrjaði í tónlist eftir að vinur hans fékk Macbook tölvu þegar þeir voru yngri. Honum finnst allt skemmtilegt við tónlistarbransann og stefnir bara lengra. Daniil er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Tónlist