Erlent

Ung­lingur skaut tvo lög­reglu­menn til bana

Árni Sæberg skrifar
Travis Jordan (t.v.) og Brett Ryan (t.h.) voru skotnir til bana í gær.
Travis Jordan (t.v.) og Brett Ryan (t.h.) voru skotnir til bana í gær. Lögreglan í Edmonton

Sextán ára drengur skaut tvo lögreglumenn til bana í Edmonton í Kanada í gær. Því næst skaut hann sjálfan sig einnig til bana.

Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að lögreglumennirnir, Travis Jordan og Brett Ryan, hafi verið að sinna útkalli vegna heimiliserja að þeir hafi verið skotnir þegar þeir voru á leið að heimilinu. Þá segir að móðir árásarmannsins liggi þungt haldin á sjúkrahúsi.

BBC hefur eftir lögreglustjóranum Dale McFee að fyrstu vísbendingar bendi til þess að lögreglumennirnir hafi ekki haft tíma til þess að grípa til vopna sinna áður en þeir voru skotnir.

Hann segir að aðrir viðbragðsaðilar hafi reynt að bjarga mönnunum á leið á sjúkrahús en að þeir hafi verið úrskurðaðir látnir við komu þangað.

„Ég get ekki sagt ykkur hversu eyðilögð við erum vegna þessa missis,“ er haft eftir honum.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á Twitter í gær að lögregluþjónar leggi líf sitt að veði á hverjum degi til þess að vernda borgara landsins. Fréttir gærdagsins minni á þá staðreynd.

Þá vottar hann ástvinum og samstarfsmönnum lögreglumannanna samúð sína.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.