Þingmaður ráðinn bæjarstjóri Akraness Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2023 10:24 Oddvitar allra flokka í bæjarstjórn Akraness ásamt Haraldi. Frá vinstri: Valgarður L. Jónsson, Haraldur Benediktsson, Líf Lárusdóttir og Ragnar B. Sæmundsson. Aðsend Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Sævar Freyr láta af störfum í lok þessa mánaðar og Haraldur taka við bæjarstjórastólnum í lok apríl. Steinar Adolfsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs bæjarins, mun sinna verkefnum bæjarstjóra þar til að Haraldur mætir til vinnu. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu kemur fram að Haraldur hafi síðastliðin tíu ár verið alþingismaður fyrir Norðvesturkjördæmi og þá hafi hann meðal annars setið í atvinnuveganefnd, fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Þá hafi hann verið stjórnarformaður Orkusjóðs og veitt stjórn Fjarskiptasjóðs formennsku á síðastliðnum árum. Haraldur hefur að auki verið formaður fjölda nefnda og stýrihópa á vegum stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands. Haft er eftir Valgarði Lyngdal Jónssyni, forseta bæjarstjórnar Akraness, að Haraldur hafi þekkingu og reynslu sem bæjarfulltrúar séu fullvissir um að muni nýtast vel í starfi bæjarstjóra, Akraneskaupstað og samfélaginu á Akranesi til heilla. „Alger einhugur ríkir í bæjarstjórn um ráðningu Haralds og við erum þess fullviss að hann muni veita bæjarfélaginu öfluga forystu á áframhaldandi uppgangstímum bæjarins,“ segir Valgarður. Þá er haft eftir Haraldi að Akranes sé eitt mest spennandi sveitarfélag landsins og það sé sannarlega heiður að vera trúað fyrir starfi bæjarstjóra. „Ég hlakka til að takast á við verkefnin með öflum hópi bæjarstjórnar og starfsmanna Akraneskaupstaðar.“ Akranes Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Vistaskipti Tengdar fréttir Úr bæjarstjórastól í forstjórastól OR Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ráðið Sævar Frey Þráinsson, bæjarstjóra á Akranesi, í starf forstjóra fyrirtækisins og mun hann hefja störf þann 1. apríl næstkomandi. 3. febrúar 2023 10:13 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Sævar Freyr láta af störfum í lok þessa mánaðar og Haraldur taka við bæjarstjórastólnum í lok apríl. Steinar Adolfsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs bæjarins, mun sinna verkefnum bæjarstjóra þar til að Haraldur mætir til vinnu. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu kemur fram að Haraldur hafi síðastliðin tíu ár verið alþingismaður fyrir Norðvesturkjördæmi og þá hafi hann meðal annars setið í atvinnuveganefnd, fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Þá hafi hann verið stjórnarformaður Orkusjóðs og veitt stjórn Fjarskiptasjóðs formennsku á síðastliðnum árum. Haraldur hefur að auki verið formaður fjölda nefnda og stýrihópa á vegum stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands. Haft er eftir Valgarði Lyngdal Jónssyni, forseta bæjarstjórnar Akraness, að Haraldur hafi þekkingu og reynslu sem bæjarfulltrúar séu fullvissir um að muni nýtast vel í starfi bæjarstjóra, Akraneskaupstað og samfélaginu á Akranesi til heilla. „Alger einhugur ríkir í bæjarstjórn um ráðningu Haralds og við erum þess fullviss að hann muni veita bæjarfélaginu öfluga forystu á áframhaldandi uppgangstímum bæjarins,“ segir Valgarður. Þá er haft eftir Haraldi að Akranes sé eitt mest spennandi sveitarfélag landsins og það sé sannarlega heiður að vera trúað fyrir starfi bæjarstjóra. „Ég hlakka til að takast á við verkefnin með öflum hópi bæjarstjórnar og starfsmanna Akraneskaupstaðar.“
Akranes Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Vistaskipti Tengdar fréttir Úr bæjarstjórastól í forstjórastól OR Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ráðið Sævar Frey Þráinsson, bæjarstjóra á Akranesi, í starf forstjóra fyrirtækisins og mun hann hefja störf þann 1. apríl næstkomandi. 3. febrúar 2023 10:13 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Úr bæjarstjórastól í forstjórastól OR Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ráðið Sævar Frey Þráinsson, bæjarstjóra á Akranesi, í starf forstjóra fyrirtækisins og mun hann hefja störf þann 1. apríl næstkomandi. 3. febrúar 2023 10:13