Erlent

Af­staða annarra ó­breytt þrátt fyrir á­kvörðun Pól­verja

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stöðugt samtal á sér stað milli bandamanna en engir virðast hafa tekið u-beygju líkt og Pólverjar.
Stöðugt samtal á sér stað milli bandamanna en engir virðast hafa tekið u-beygju líkt og Pólverjar. epa/AP

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við TV2 í gær að samræður ættu sér stað milli stjórnvalda á Vesturlöndum um þann möguleika að sjá Úkraínumönnum fyrir orrustuþotum.

Frederiksen sagði Úkrainumenn ekki biðja um lítið en bandamenn hefðu málið til skoðunar.

Varnarmálaráðherra Danmerkur, Troels Lund Poulsen, sagði í morgun að stjórnvöld í Danmörku væru opin fyrir því að senda orrustuþotur til Úkraínu. Að minnsta kosti vildi hann ekki útiloka að það yrði nauðsynlegt á einhverjum tímapunkti.

Danir hafa keypt 77 F-16 þotur frá 1970 en um 30 þeirra eru í notkun, hefur Guardian eftir dönskum miðlum.

Stjórnvöld í Póllandi hafa ákveðið að sjá Úkraínumönnum fyrir 11 til 19 orrustuþotum en ákvörðunin virðist hafa komið á óvart. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í gær að hingað til hefðu bandamenn verið sammála um að það væri ekki tímabært að taka umrætt skref.

John Kirby, talsmaður öryggisráðs Hvíta hússins, sagði að ekkert hefði breyst hvað varðaði afstöðu Bandaríkjamanna. Ákvörðun Pólverja væri þeirra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×