Erlent

Átök í París eftir á­kvörðun um að þröngva um­deildu frum­varpi í gegnum þingið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Óeirðalögreglan beitti meðal annars táragasi gegn mótmælendum í París í gær. 
Óeirðalögreglan beitti meðal annars táragasi gegn mótmælendum í París í gær.  Firas Abdullah/Anadolu Agency via Getty Images

Til átaka kom á milli lögreglunnar í París og fleiri borgum Frakklands og mótmælenda í gærkvöldi eftir að ríkisstjórn Emmanuels Macrons forseta ákvað að þröngva breytingum á eftirlaunakerfinu í gegnum franska þingið án þess að greiða um það atkvæði.

Deilt hefur verið um málið um langt skeið en Macron hefur lengi haft það á stefnuskrá sinni að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64 ár. Forsætisráðherrann Élisabeth Borne tók að lokum þá ákvörðun að keyra breytingarnar í gegn án aðkomu þingsins en samkvæmt stjórnarskrá Frakklands er slíkt mögulegt í ákveðnum tilfellum.

Mikill fjöldi fólks kom saman á Concorde torginu í höfuðborginni og notaði lögregla skildi og táragas til að ryðja Concorde torgið. Eftir kvöldið voru 120 í varðhaldi að sögn lögreglunnar.

Verkalýðsfélög sem barist hafa gegn breytingunum segjast þó ekki af baki dottinn og boðað hefur verið til verkfalla og mótmæla þann 23 mars næstkomandi.


Tengdar fréttir

Macron þvingar í gegn breytingar á líf­eyris­kerfi

Franska ríkisstjórnin ákvað að þvinga í gegn óvinsælar breytinga á eftirlaunakerfi landsins rétt áður en atkvæðagreiðsla átti að fara fram um þær í neðri deild þingsins í dag. Ákvörðunin byggir á sérstöku stjórnarskrárákvæði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.