Spiluðu kunnuglegt stef eftir að hafa slegið Liverpool út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 12:30 Klopp á hliðarlínunni í gærkvöld, miðvikudag. Jonathan Moscrop/Getty Images Real Madríd sló Liverpool út úr Meistaradeild Evrópu á heimavelli sínum, Santiago Bernabéu, í gærkvöld. Í kjölfarið spilaði plötusnúður heimaliðsins „You´ll never walk alone.“ Lagið sem er spilað fyrir hvern einasta heimaleik Liverpool. Fyrir leik gærdagsins átti Liverpool erfitt verkefni fyrir höndum. Eftir að hafa tapað 2-5 á Anfield má segja að verkefnið hafi verið nær ógerlegt en Liverpool hefur áður komið til baka á undraverðan hátt í Meistaradeildinni. Slík endurkoma átti sér þó ekki stað í gær og skoraði Karim Benzema eina mark leiksins í 1-0 sigri Real sem vann þar með einvígið 6-2 samanlagt. Eftir leik, þegar leikmenn tókust í hendur og þökkuðu fyrir leikinn, þá ómaði YNWA í hátalarakerfinu. Af hverju? Við fyrstu sín mætti halda að Real væri að strá salti í sárin en liðið hefur slegið Liverpool reglulega út úr Meistaradeildinni á undanförnum árum og tvívegis orðið meistari eftir að leggja lærisveina Jürgen Klopp í úrslitum. Ástæðan fyrir að lagið var spilað er hins vegar sameiginleg virðingin sem ríkir á milli félaganna. Með því að spila lagið var Real að þakka Liverpool fyrir að sýna stuðning og virðingu í kjölfar andláts Amancio Amaro, heiðursforseta Real, í aðdraganda fyrri leiksins. Stuðningshópar beggja liða klöppuðu er lagið fór í gang sem merki um virðingu félaganna fyrir hvort öðru. Real Madrid played You'll Never Walk Alone after knocking Liverpool out the #UCL.It was part of a mark of respect and in response to Liverpool laying flowers in the first leg to pay tribute to Real Madrid honorary president Amancio Amaro, who recently passed away. pic.twitter.com/1k6QVd1fTZ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 15, 2023 Real Madríd er eins og áður sagði komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður á morgun. Ásamt Real verða Napolí, Chelsea, Manchester City, Inter og AC Milan, Bayern München og Benfica í pottinum þegar dregið verður. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni. 15. mars 2023 23:31 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Fyrir leik gærdagsins átti Liverpool erfitt verkefni fyrir höndum. Eftir að hafa tapað 2-5 á Anfield má segja að verkefnið hafi verið nær ógerlegt en Liverpool hefur áður komið til baka á undraverðan hátt í Meistaradeildinni. Slík endurkoma átti sér þó ekki stað í gær og skoraði Karim Benzema eina mark leiksins í 1-0 sigri Real sem vann þar með einvígið 6-2 samanlagt. Eftir leik, þegar leikmenn tókust í hendur og þökkuðu fyrir leikinn, þá ómaði YNWA í hátalarakerfinu. Af hverju? Við fyrstu sín mætti halda að Real væri að strá salti í sárin en liðið hefur slegið Liverpool reglulega út úr Meistaradeildinni á undanförnum árum og tvívegis orðið meistari eftir að leggja lærisveina Jürgen Klopp í úrslitum. Ástæðan fyrir að lagið var spilað er hins vegar sameiginleg virðingin sem ríkir á milli félaganna. Með því að spila lagið var Real að þakka Liverpool fyrir að sýna stuðning og virðingu í kjölfar andláts Amancio Amaro, heiðursforseta Real, í aðdraganda fyrri leiksins. Stuðningshópar beggja liða klöppuðu er lagið fór í gang sem merki um virðingu félaganna fyrir hvort öðru. Real Madrid played You'll Never Walk Alone after knocking Liverpool out the #UCL.It was part of a mark of respect and in response to Liverpool laying flowers in the first leg to pay tribute to Real Madrid honorary president Amancio Amaro, who recently passed away. pic.twitter.com/1k6QVd1fTZ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 15, 2023 Real Madríd er eins og áður sagði komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður á morgun. Ásamt Real verða Napolí, Chelsea, Manchester City, Inter og AC Milan, Bayern München og Benfica í pottinum þegar dregið verður.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni. 15. mars 2023 23:31 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
„Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni. 15. mars 2023 23:31