„Að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2023 07:30 Kári segist vera bjartsýnn og spenntur fyrir undankeppni EM sem hefst 23.mars. Vísir/Sigurjón Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í gær íslenska landsliðshópinn fyrir leikina tvo í undankeppni EM sem fram fara í næstu. Leikjahæsti landsliðsmaður frá upphafi er ekki í hópnum. Íslenska liðið í leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu ytra fimmtudaginn 23.mars og síðan gegn Liechtenstein sunnudaginn 26.mars. Ísland er að auki í riðli með Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppninni í Þýskalandi á næsta ári. Kári Árnason hefur farið á tvö stórmót með íslenska landsliðinu og þekkir það vel hversu mikilvægt það er að byrja vel í riðlakeppninni. „Það er mjög mikilvægt að byrja þetta vel en það hjálpar okkur ekki að þurfa alltaf að byrja á útivelli og enda á útivelli. Þetta Bosníulið mun veita okkur hörðustu samkeppnina um þetta annað sæti og það væri frábært að byrja á sigra á móti þeim,“ segir Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gott að hafa menn úr gamla bandinu Hann segir það sé frábært að hafa menn eins og Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Sverri Ingason í hópnum fyrir leikina. „Þetta eru menn sem kunna þetta og gríðarlega mikilvægt að fá þá inn í liðið og það er svo sannarlega jákvætt.“ Mikið hefur verið fjallað um fjarveru Alberts Guðmundssonar í landsliðinu en Arnar Þór ræddi við Albert símleiðis fyrir ákvörðun sína og segir hann í yfirlýsingu í dag að hann hafi ekki getað valið Albert í hópinn þar sem leikmaðurinn hafi ekki verið tilbúinn að koma inn í hópinn á forsendum liðsins. „Það er ekkert sem við getum verið að einbeita okkur að og ég veit ekkert hvað hefur farið þeirra á milli. Albert er svo sannarlega, og það vita það allir, gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður en hann hefur ekki beint verið neinn driffjöður fyrir íslenska landsliðið og að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt.“ „Hann er kannski leikmaður sem hentar betur fyrir félagsliðafótbolta. Þessi bolti sem íslenska landsliðið spilar er svolítið öðruvísi. Hann er náttúrlega framherji en hann er ekki þessi týpíska nía sem við erum vanir í Kolla eða Jóni Daða. Þá er tíu hlutverkið eftir eins og staðan er í dag á Hákon það algjörlega. Ég held að fókusinn verði á Hákoni ef við spilum þannig en hins vegar ef við spilum með tvo framherja þá er Albert klárlega í myndinni.“ Kári segist vera bjartsýnn fyrir þessari undankeppni. „Við skulum kalla þetta eins og þetta er, þetta er mjög léttur riðill þannig. Eða annað sætið er algjörlega eitthvað sem við getum tekið þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessari keppni og það verður gaman að sjá hvernig þetta spilast með blöndu þessara gömlu leikmanna innan gæsalappa.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kára. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Íslenska liðið í leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu ytra fimmtudaginn 23.mars og síðan gegn Liechtenstein sunnudaginn 26.mars. Ísland er að auki í riðli með Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppninni í Þýskalandi á næsta ári. Kári Árnason hefur farið á tvö stórmót með íslenska landsliðinu og þekkir það vel hversu mikilvægt það er að byrja vel í riðlakeppninni. „Það er mjög mikilvægt að byrja þetta vel en það hjálpar okkur ekki að þurfa alltaf að byrja á útivelli og enda á útivelli. Þetta Bosníulið mun veita okkur hörðustu samkeppnina um þetta annað sæti og það væri frábært að byrja á sigra á móti þeim,“ segir Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gott að hafa menn úr gamla bandinu Hann segir það sé frábært að hafa menn eins og Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Sverri Ingason í hópnum fyrir leikina. „Þetta eru menn sem kunna þetta og gríðarlega mikilvægt að fá þá inn í liðið og það er svo sannarlega jákvætt.“ Mikið hefur verið fjallað um fjarveru Alberts Guðmundssonar í landsliðinu en Arnar Þór ræddi við Albert símleiðis fyrir ákvörðun sína og segir hann í yfirlýsingu í dag að hann hafi ekki getað valið Albert í hópinn þar sem leikmaðurinn hafi ekki verið tilbúinn að koma inn í hópinn á forsendum liðsins. „Það er ekkert sem við getum verið að einbeita okkur að og ég veit ekkert hvað hefur farið þeirra á milli. Albert er svo sannarlega, og það vita það allir, gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður en hann hefur ekki beint verið neinn driffjöður fyrir íslenska landsliðið og að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt.“ „Hann er kannski leikmaður sem hentar betur fyrir félagsliðafótbolta. Þessi bolti sem íslenska landsliðið spilar er svolítið öðruvísi. Hann er náttúrlega framherji en hann er ekki þessi týpíska nía sem við erum vanir í Kolla eða Jóni Daða. Þá er tíu hlutverkið eftir eins og staðan er í dag á Hákon það algjörlega. Ég held að fókusinn verði á Hákoni ef við spilum þannig en hins vegar ef við spilum með tvo framherja þá er Albert klárlega í myndinni.“ Kári segist vera bjartsýnn fyrir þessari undankeppni. „Við skulum kalla þetta eins og þetta er, þetta er mjög léttur riðill þannig. Eða annað sætið er algjörlega eitthvað sem við getum tekið þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessari keppni og það verður gaman að sjá hvernig þetta spilast með blöndu þessara gömlu leikmanna innan gæsalappa.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kára.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira