Fótbolti

Arnar um Albert: Von­brigði að hann sé ekki til­búinn til að koma inn í landsliðið á for­sendum liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson er enn utan íslenska landsliðsins.
Albert Guðmundsson er enn utan íslenska landsliðsins. Getty/Jonathan Moscrop

Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024. Þar vantar einn heitasta fótboltamann landsins.

Albert Guðmundsson hefur verið að spila frábærlega með Genoa á Ítalíu en er ekki valinn í hópinn að þessu sinni.

Arnar útskýrir stöðu Alberts í viðtali á heimasíðu KSÍ. Hann staðfestir þar að hafa rætt við leikmannninn.

„Ég hringdi í Albert og við ræddum saman. Niðurstaðan er sú að ég vel hann ekki að þessu sinni. Það eru vonbrigði að hann sé ekki tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins,“ sagði Arnar Þór Viðarsson.

„Þessar forsendur eru þær sömu fyrir alla leikmenn, hvort sem þú ert 19 ára eða 34 ára. Það er fullt af leikmönnum með mikla hæfileika í þessum landsliðshópi,“ sagði Arnar Þór.

„Akkúrat núna er marsverkefnið okkar framundan, ný undankeppni að byrja, og þá er mikilvægt að vera með fókus á það verkefni og þann hóp sem við erum með. Það ætlum við að gera, ég og þjálfarateymið, starfsliðið og leikmennirnir, allir saman sem eitt lið,“ sagði Arnar Þór í viðtalinu í fréttinni á heimasíðu KSÍ sem má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×