Sá strax að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2023 13:10 Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Sam Altman, eigandi og stofnandi OpenAI. Samsett Menningar- og viðskiptaráðherra segir það gríðarmikilvægt fyrir framtíð íslenskrar tungu að málið hafi verið valið inn í nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT. Ísland var eitt fyrsta þjóðríkið sem óskaði eftir samstarfi með eigandanum - og hann sá fljótt að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína. Tilkynnt var seint í gær að íslenska hefði verið valin fyrst tungumála, utan ensku, í þróunarfasa nýjustu útgáfu tæknifyrirtækisins OpenAI á umræddu mállíkani, sem samtalsgreindin ChatGPT byggir á. Samstarfið er afrakstur heimsóknar íslenskrar sendinefndar í helstu tæknifyrirtæki Silicon Valley í fyrra. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir þetta hafa mikla þýðingu fyrir íslenska tungu. „Skilaboðin eru þau að við munum tala íslensku í framtíðinni. Við erum búin að gera þessa innviði. Ég get bara sagt að ég er í sjöunda himni, ég er í skýjunum yfir að þetta sé að takast,“ segir Lilja. Íslenskir notendur nýjustu útgáfu ChatGPT eru strax byrjaðir að leika sér með hana; gervigreindin hefur meðal annars samið ljóð um samgönguverkefnið Betri Reykjavík, skipulagt þriggja daga frí til Ítalíu og gert ítarlega greiningu á kostum og göllum inngöngu Íslands í Evrópusambandið. En hvað varð til þess að Sam Altman, stofnandi og framkvæmdastjóri OpenAI, valdi íslensku? Lilja segir að áhugi hans hafi verið greinilegur á fundi með sefndinefndinni. „Þá í rauninni kemur fram í máli hans að við erum eitt fyrsta þjóðríkið sem óskar eftir fundi og óskar eftir þessu samstarfi. Og það verður auðvitað að geta þess að máltæknifólkið okkar, við höfum verið með um 60 manns í vinnu við að þróa þetta síðustu fjögur ár, og hann sér í raun og veru að við erum búin að vinna þessa heimavinnu okkar. Og þess vegna var svona auðvelt að starfa með okkur,“ segir Lilja. Þá bendir Lilja á að nú styttist í að íslensku máltæknilausnirnar komi inn í Microsoft. „Og þá má nú geta þess að eftirlætisrithöfundur aðstoðarforstjóra Microsoft er Arnaldur Indriðason,“ segir Lilja létt í bragði. Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Tilkynnt var seint í gær að íslenska hefði verið valin fyrst tungumála, utan ensku, í þróunarfasa nýjustu útgáfu tæknifyrirtækisins OpenAI á umræddu mállíkani, sem samtalsgreindin ChatGPT byggir á. Samstarfið er afrakstur heimsóknar íslenskrar sendinefndar í helstu tæknifyrirtæki Silicon Valley í fyrra. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir þetta hafa mikla þýðingu fyrir íslenska tungu. „Skilaboðin eru þau að við munum tala íslensku í framtíðinni. Við erum búin að gera þessa innviði. Ég get bara sagt að ég er í sjöunda himni, ég er í skýjunum yfir að þetta sé að takast,“ segir Lilja. Íslenskir notendur nýjustu útgáfu ChatGPT eru strax byrjaðir að leika sér með hana; gervigreindin hefur meðal annars samið ljóð um samgönguverkefnið Betri Reykjavík, skipulagt þriggja daga frí til Ítalíu og gert ítarlega greiningu á kostum og göllum inngöngu Íslands í Evrópusambandið. En hvað varð til þess að Sam Altman, stofnandi og framkvæmdastjóri OpenAI, valdi íslensku? Lilja segir að áhugi hans hafi verið greinilegur á fundi með sefndinefndinni. „Þá í rauninni kemur fram í máli hans að við erum eitt fyrsta þjóðríkið sem óskar eftir fundi og óskar eftir þessu samstarfi. Og það verður auðvitað að geta þess að máltæknifólkið okkar, við höfum verið með um 60 manns í vinnu við að þróa þetta síðustu fjögur ár, og hann sér í raun og veru að við erum búin að vinna þessa heimavinnu okkar. Og þess vegna var svona auðvelt að starfa með okkur,“ segir Lilja. Þá bendir Lilja á að nú styttist í að íslensku máltæknilausnirnar komi inn í Microsoft. „Og þá má nú geta þess að eftirlætisrithöfundur aðstoðarforstjóra Microsoft er Arnaldur Indriðason,“ segir Lilja létt í bragði.
Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01
Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00
Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent