Bönkunum gert að spara meira fyrir mögulegum áföllum Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2023 11:55 Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að hækka framlög viðskiptabankanna í fjármálastöðugleika úr 2 prósentum í 2,5 prósent og tekur hækkunin samkvæmt reglum gildu eftir tólf mánuði. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn ákvað í dag að hækka framlög viðskiptabankanna í sveiflujöfnunarauka upp í 2,5 prósent og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum að mati bankans fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi í þrálátri verðbólgu. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti skýrslu sína um stöðu efnahagsmála í morgun þar sem segir að rekstur kerfislega mikilvægra banka hafi gengið vel og þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir eiginfjár- og lausafjárstöðu bankanna sterka. „Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir allar aðgerðir Seðlabankans miða að því að hægja á fjármálakerfinu og draga úr neyslu.Vísir/Vilhelm Vandi fjármálafyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum væri áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir byggju yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu. Aðgerðir Seðlabanks með hertari lánaskilyrðum vegna húsnæðislána og hækkunum vaxta hafi náð að vinna gegn mikilli þenslu í þjóðfélaginu og dregið hefði úr spennu á íbúðamarkaði, „Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er,“ segir seðlabankastjóri. Við endurskipulagningu bankakerfisins eftir hrun þess árið 2008 voru varnir fjármálakerfisins efldar og ýmsir varnaglar slegnir. Til að mynda var tekinn upp svo kallaður sveiflujöfnunarauki sem er krafa á að bankarnir leggi til fjármuni til að mæta áföllum. Hann var afnuminn haustið 2020 en settur aftur á í fyrra og var þá 2 prósent. Í morgun ákvað fjármálastöðufleikanefnd að hækka sveiflujöfnunaraukann í 2,5 prósent og hefur hann aldrei verið hærri. „Sem bæði ætti að hægja á bankakerfinu að lána út og einnig ættu þeir að búa í haginn ef það verður hörð lending í efnahagslífinu eftir ár eða tvö. Þannig að við erum með þessum aðgerðum í rauninni að reyna að hægja á fjármálakerfinu,“ segir Ásgeir Jónsson. Hann vill hins vegar ekkert segja um líkur á hækkun meginvaxta Seðlabankans á vaxtaákvörðunardegi á miðvikudag í næstu viku þótt flestir spáaðilar reikni með að vextirnir hækki og þá um allt að 0,75 prósentustig.Það yrði þá tólfta vxtahækkun Seðlabankans í röð. Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03 Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti skýrslu sína um stöðu efnahagsmála í morgun þar sem segir að rekstur kerfislega mikilvægra banka hafi gengið vel og þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir eiginfjár- og lausafjárstöðu bankanna sterka. „Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir allar aðgerðir Seðlabankans miða að því að hægja á fjármálakerfinu og draga úr neyslu.Vísir/Vilhelm Vandi fjármálafyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum væri áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir byggju yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu. Aðgerðir Seðlabanks með hertari lánaskilyrðum vegna húsnæðislána og hækkunum vaxta hafi náð að vinna gegn mikilli þenslu í þjóðfélaginu og dregið hefði úr spennu á íbúðamarkaði, „Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er,“ segir seðlabankastjóri. Við endurskipulagningu bankakerfisins eftir hrun þess árið 2008 voru varnir fjármálakerfisins efldar og ýmsir varnaglar slegnir. Til að mynda var tekinn upp svo kallaður sveiflujöfnunarauki sem er krafa á að bankarnir leggi til fjármuni til að mæta áföllum. Hann var afnuminn haustið 2020 en settur aftur á í fyrra og var þá 2 prósent. Í morgun ákvað fjármálastöðufleikanefnd að hækka sveiflujöfnunaraukann í 2,5 prósent og hefur hann aldrei verið hærri. „Sem bæði ætti að hægja á bankakerfinu að lána út og einnig ættu þeir að búa í haginn ef það verður hörð lending í efnahagslífinu eftir ár eða tvö. Þannig að við erum með þessum aðgerðum í rauninni að reyna að hægja á fjármálakerfinu,“ segir Ásgeir Jónsson. Hann vill hins vegar ekkert segja um líkur á hækkun meginvaxta Seðlabankans á vaxtaákvörðunardegi á miðvikudag í næstu viku þótt flestir spáaðilar reikni með að vextirnir hækki og þá um allt að 0,75 prósentustig.Það yrði þá tólfta vxtahækkun Seðlabankans í röð.
Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03 Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03
Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45
Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43