Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2023 08:45 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun greina frá ákvörðun sinni miðvikudaginn 22. mars. Ákveði nefndin að hækka stýrivexti er um að ræða tólftu hækkunina í röð. Síðasta vaxtaákvörðun, sem tilkynnt var 8. febrúar, fól í sér 50 punkta hækkun, úr 6 prósentum í 6,5. Á vef Íslandsbanka segir að þó að spáð sé 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta þá séu einnig nokkrar líkur á vaxtahækkun um hálfa eða eina prósentu. „Þrálát verðbólga og verri verðbólguhorfur en Seðlabankinn vænti í febrúarbyrjun verða efst á blaði peningastefnunefndarinnar við ákvörðunina að þessu sinni en styrking krónu og stöðugra íbúðaverð gætu heldur dregið úr vaxtahækkunarviljanum. Stýrivextir munu líklega ná hámarki í að minnsta kosti 7,5% um mitt ár og líkur hafa minnkað á að lækkun vaxta komi til á yfirstandandi ári,“ segir á vef bankans. Gangi spá bankans eftir myndu stýrivextir ekki hafa verið hærri síðan á miðju ári 2010. Frekari hækkanir á öðrum ársfjórðungi Greining Íslandsbanka segir að vaxtaferlar á markaði hafi undanfarið endurspeglað væntingar um talsverða frekari hækkun stýrivaxta. „Líklega er frekari hækkun vaxta framundan á öðrum fjórðungi ársins en aðeins ein vaxtaákvörðun er á dagatali Seðlabankans á því tímabili. Trúlega verða stýrivextir í það minnsta 7,5% um mitt ár og gæti því skrefið í maí orðið stærra ef vaxtahækkunin í mars verður í hóflegri kanti og öfugt. Það ræðst svo af framhaldinu í verðbólgu- og efnahagsþróun hvort vextir verða hækkaðir frekar á seinni hluta ársins. Miðað við nýjustu spár okkar um hagþróun og verðbólgu gæti Seðlabankinn látið staðar numið við 7,5% vexti og haldið stýrivöxtum á því stigi út þetta ár. Í kjölfarið kæmi svo hægfara lækkun vaxta eftir því sem verðbólga hjaðnar og dregur úr spennu í efnahagslífinu. Óvissan í þeirri spá er þó fremur upp á við en hitt ef ekki verður óvænt breyting til batnaðar í verðbólguþróun, eða þá til hins verra í efnahagslífinu,“ segir á vef Íslandsbanka. Seðlabankinn Íslenska krónan Íslandsbanki Efnahagsmál Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans mun greina frá ákvörðun sinni miðvikudaginn 22. mars. Ákveði nefndin að hækka stýrivexti er um að ræða tólftu hækkunina í röð. Síðasta vaxtaákvörðun, sem tilkynnt var 8. febrúar, fól í sér 50 punkta hækkun, úr 6 prósentum í 6,5. Á vef Íslandsbanka segir að þó að spáð sé 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta þá séu einnig nokkrar líkur á vaxtahækkun um hálfa eða eina prósentu. „Þrálát verðbólga og verri verðbólguhorfur en Seðlabankinn vænti í febrúarbyrjun verða efst á blaði peningastefnunefndarinnar við ákvörðunina að þessu sinni en styrking krónu og stöðugra íbúðaverð gætu heldur dregið úr vaxtahækkunarviljanum. Stýrivextir munu líklega ná hámarki í að minnsta kosti 7,5% um mitt ár og líkur hafa minnkað á að lækkun vaxta komi til á yfirstandandi ári,“ segir á vef bankans. Gangi spá bankans eftir myndu stýrivextir ekki hafa verið hærri síðan á miðju ári 2010. Frekari hækkanir á öðrum ársfjórðungi Greining Íslandsbanka segir að vaxtaferlar á markaði hafi undanfarið endurspeglað væntingar um talsverða frekari hækkun stýrivaxta. „Líklega er frekari hækkun vaxta framundan á öðrum fjórðungi ársins en aðeins ein vaxtaákvörðun er á dagatali Seðlabankans á því tímabili. Trúlega verða stýrivextir í það minnsta 7,5% um mitt ár og gæti því skrefið í maí orðið stærra ef vaxtahækkunin í mars verður í hóflegri kanti og öfugt. Það ræðst svo af framhaldinu í verðbólgu- og efnahagsþróun hvort vextir verða hækkaðir frekar á seinni hluta ársins. Miðað við nýjustu spár okkar um hagþróun og verðbólgu gæti Seðlabankinn látið staðar numið við 7,5% vexti og haldið stýrivöxtum á því stigi út þetta ár. Í kjölfarið kæmi svo hægfara lækkun vaxta eftir því sem verðbólga hjaðnar og dregur úr spennu í efnahagslífinu. Óvissan í þeirri spá er þó fremur upp á við en hitt ef ekki verður óvænt breyting til batnaðar í verðbólguþróun, eða þá til hins verra í efnahagslífinu,“ segir á vef Íslandsbanka.
Seðlabankinn Íslenska krónan Íslandsbanki Efnahagsmál Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira