Fótbolti

Hender­son ekki með á Berna­béu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Henderson á ferðinni í fyrri leik liðanna.
Henderson á ferðinni í fyrri leik liðanna. Jose Manuel Alvarez/Getty Images

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verður ekki með sínum mönnum í kvöld þegar liðið mætir á Santiago Bernabéu í Madríd og reynir að snúa einvíginu gegn Real Madríd sér í vil. Stefan Bajcetic verður einnig fjarverandi í kvöld.

Real Madríd tekur á móti Liverpool í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Evrópumeistararnir unnu frækinn 5-2 sigur á Anfield og segja má að verkefni Liverpool í kvöld sé ærið.

Nú hefur verið greint frá því að Jordan Henderson, fyrirliði gestanna, verði fjarri góðu gamni vegna veikinda. Hann mun því ekki geta aðstoðað sína né stýrt sínum mönnum er þeir reyna við það sem yrði ein fræknasta endurkoma í sögu Meistaradeildarinnar.

Ekki nóg með að Liverpool sé án fyrirliða síns heldur er hinn ungi Stefan Bajcetic einnig frá vegna meiðsla. Það verður því forvitnilegt að sjá hvaða leikmönnum Jürgen Klopp stillir upp á miðjunni í kvöld. 

Leikur Real og Liverpool hefst klukkan 20.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Að leik loknum verður farið yfir allt það helsta í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×