Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2023 09:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra hlýða á lýsingar fulltrúa Úkraínustjórnar á hryllingnum í Bucha. stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. Áður en Katrín og Þórdís Kolbrún komu til Bucha komu þær við í bænum Borodianka þar sem margir féllu á fyrstu dögum innrásar Rússa í febrúar í fyrra. Þaðan héldu þær síðan til Bucha þar sem að minnsta kosti 450 lík af óbreyttum borgurum hafa fundust eftir að Rússar höfðu verið flæmdir þaðan á brott. Bærinn liggur rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð. Þetta er í annað skiptið sem Þórdís Kolbrún kemur til bæjarins en hún heimsótti landið í nóvbember í fyrra ásamt utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún í Borodianka.Stjórnarráðið Forsætisráðherra og utanríkisráðherra komu til Kænugarðs snemma í morgun eftir um sólarhrings ferðalag. Þær héldu þegar í fygld öryggissveita Volodymyrs Zelenskys forseta til Bucha. Þær funda síðan með forsetanum og öðrum ráðamönnum síðar í dag. Forsætis- og utanríkisráðherra hlýða á lýsingar á því sem gerðist í Borodianka.stjórnarráðið Bergþóra Benediktsdóttir aðstoðarmaður Katrínar og Þórlindur Kjartansson aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar tóku myndirnar sem fylgja þessari frétt. Á þeim sjást Katrín og Þórdís Kolbrún skoða ummerkin eftir eyðileggingu Rússa. Ónafngreindur fulltrúi stjórnvalda í Úkraínu skýr þeim frá því sem gerðist. Þórdís Kolbrún í Borodianka.stjórnarráðið Katrín virðir fyrir sér eyðilegginguna í Borodianka.Stjórnarráðið Rússar skildu eftir sig gífurlega eyðileggingu í Borodianka.stjórnarráðið Í Bucha lögðu Katrín og Þórdís Kolbrún blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um þá fjölmörgu sem Rússar myrtu í bænum. Þær skoðuðu einnig myndasýningu inni í kirkju í bænum af aðstæðum eins og þær voru þegar Úkraínumenn frelsuðu bæinn úr klóm Rússa. Forsætis- og utanríkisráðherra lögðu blómsveiga að minnisvarða um þá sem voru myrtir í Bucha.Stjórnarráðið Stjórnarráðið Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Katrín Jakobsdóttir sýna hinum föllnu hluttekningu sína.Stjórnarráðið Í kirkju í Bucha hefur verið sett upp myndasýning af því sem blasti við eftir að Rússar voru hraktir á brott úr bænum.Stjórnarráðið Fréttin var uppfærð klukkan 09:57 og aftur klukkan 10:10. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Áður en Katrín og Þórdís Kolbrún komu til Bucha komu þær við í bænum Borodianka þar sem margir féllu á fyrstu dögum innrásar Rússa í febrúar í fyrra. Þaðan héldu þær síðan til Bucha þar sem að minnsta kosti 450 lík af óbreyttum borgurum hafa fundust eftir að Rússar höfðu verið flæmdir þaðan á brott. Bærinn liggur rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð. Þetta er í annað skiptið sem Þórdís Kolbrún kemur til bæjarins en hún heimsótti landið í nóvbember í fyrra ásamt utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún í Borodianka.Stjórnarráðið Forsætisráðherra og utanríkisráðherra komu til Kænugarðs snemma í morgun eftir um sólarhrings ferðalag. Þær héldu þegar í fygld öryggissveita Volodymyrs Zelenskys forseta til Bucha. Þær funda síðan með forsetanum og öðrum ráðamönnum síðar í dag. Forsætis- og utanríkisráðherra hlýða á lýsingar á því sem gerðist í Borodianka.stjórnarráðið Bergþóra Benediktsdóttir aðstoðarmaður Katrínar og Þórlindur Kjartansson aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar tóku myndirnar sem fylgja þessari frétt. Á þeim sjást Katrín og Þórdís Kolbrún skoða ummerkin eftir eyðileggingu Rússa. Ónafngreindur fulltrúi stjórnvalda í Úkraínu skýr þeim frá því sem gerðist. Þórdís Kolbrún í Borodianka.stjórnarráðið Katrín virðir fyrir sér eyðilegginguna í Borodianka.Stjórnarráðið Rússar skildu eftir sig gífurlega eyðileggingu í Borodianka.stjórnarráðið Í Bucha lögðu Katrín og Þórdís Kolbrún blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um þá fjölmörgu sem Rússar myrtu í bænum. Þær skoðuðu einnig myndasýningu inni í kirkju í bænum af aðstæðum eins og þær voru þegar Úkraínumenn frelsuðu bæinn úr klóm Rússa. Forsætis- og utanríkisráðherra lögðu blómsveiga að minnisvarða um þá sem voru myrtir í Bucha.Stjórnarráðið Stjórnarráðið Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Katrín Jakobsdóttir sýna hinum föllnu hluttekningu sína.Stjórnarráðið Í kirkju í Bucha hefur verið sett upp myndasýning af því sem blasti við eftir að Rússar voru hraktir á brott úr bænum.Stjórnarráðið Fréttin var uppfærð klukkan 09:57 og aftur klukkan 10:10.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55
Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23