Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2023 09:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra hlýða á lýsingar fulltrúa Úkraínustjórnar á hryllingnum í Bucha. stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. Áður en Katrín og Þórdís Kolbrún komu til Bucha komu þær við í bænum Borodianka þar sem margir féllu á fyrstu dögum innrásar Rússa í febrúar í fyrra. Þaðan héldu þær síðan til Bucha þar sem að minnsta kosti 450 lík af óbreyttum borgurum hafa fundust eftir að Rússar höfðu verið flæmdir þaðan á brott. Bærinn liggur rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð. Þetta er í annað skiptið sem Þórdís Kolbrún kemur til bæjarins en hún heimsótti landið í nóvbember í fyrra ásamt utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún í Borodianka.Stjórnarráðið Forsætisráðherra og utanríkisráðherra komu til Kænugarðs snemma í morgun eftir um sólarhrings ferðalag. Þær héldu þegar í fygld öryggissveita Volodymyrs Zelenskys forseta til Bucha. Þær funda síðan með forsetanum og öðrum ráðamönnum síðar í dag. Forsætis- og utanríkisráðherra hlýða á lýsingar á því sem gerðist í Borodianka.stjórnarráðið Bergþóra Benediktsdóttir aðstoðarmaður Katrínar og Þórlindur Kjartansson aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar tóku myndirnar sem fylgja þessari frétt. Á þeim sjást Katrín og Þórdís Kolbrún skoða ummerkin eftir eyðileggingu Rússa. Ónafngreindur fulltrúi stjórnvalda í Úkraínu skýr þeim frá því sem gerðist. Þórdís Kolbrún í Borodianka.stjórnarráðið Katrín virðir fyrir sér eyðilegginguna í Borodianka.Stjórnarráðið Rússar skildu eftir sig gífurlega eyðileggingu í Borodianka.stjórnarráðið Í Bucha lögðu Katrín og Þórdís Kolbrún blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um þá fjölmörgu sem Rússar myrtu í bænum. Þær skoðuðu einnig myndasýningu inni í kirkju í bænum af aðstæðum eins og þær voru þegar Úkraínumenn frelsuðu bæinn úr klóm Rússa. Forsætis- og utanríkisráðherra lögðu blómsveiga að minnisvarða um þá sem voru myrtir í Bucha.Stjórnarráðið Stjórnarráðið Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Katrín Jakobsdóttir sýna hinum föllnu hluttekningu sína.Stjórnarráðið Í kirkju í Bucha hefur verið sett upp myndasýning af því sem blasti við eftir að Rússar voru hraktir á brott úr bænum.Stjórnarráðið Fréttin var uppfærð klukkan 09:57 og aftur klukkan 10:10. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Áður en Katrín og Þórdís Kolbrún komu til Bucha komu þær við í bænum Borodianka þar sem margir féllu á fyrstu dögum innrásar Rússa í febrúar í fyrra. Þaðan héldu þær síðan til Bucha þar sem að minnsta kosti 450 lík af óbreyttum borgurum hafa fundust eftir að Rússar höfðu verið flæmdir þaðan á brott. Bærinn liggur rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð. Þetta er í annað skiptið sem Þórdís Kolbrún kemur til bæjarins en hún heimsótti landið í nóvbember í fyrra ásamt utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún í Borodianka.Stjórnarráðið Forsætisráðherra og utanríkisráðherra komu til Kænugarðs snemma í morgun eftir um sólarhrings ferðalag. Þær héldu þegar í fygld öryggissveita Volodymyrs Zelenskys forseta til Bucha. Þær funda síðan með forsetanum og öðrum ráðamönnum síðar í dag. Forsætis- og utanríkisráðherra hlýða á lýsingar á því sem gerðist í Borodianka.stjórnarráðið Bergþóra Benediktsdóttir aðstoðarmaður Katrínar og Þórlindur Kjartansson aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar tóku myndirnar sem fylgja þessari frétt. Á þeim sjást Katrín og Þórdís Kolbrún skoða ummerkin eftir eyðileggingu Rússa. Ónafngreindur fulltrúi stjórnvalda í Úkraínu skýr þeim frá því sem gerðist. Þórdís Kolbrún í Borodianka.stjórnarráðið Katrín virðir fyrir sér eyðilegginguna í Borodianka.Stjórnarráðið Rússar skildu eftir sig gífurlega eyðileggingu í Borodianka.stjórnarráðið Í Bucha lögðu Katrín og Þórdís Kolbrún blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um þá fjölmörgu sem Rússar myrtu í bænum. Þær skoðuðu einnig myndasýningu inni í kirkju í bænum af aðstæðum eins og þær voru þegar Úkraínumenn frelsuðu bæinn úr klóm Rússa. Forsætis- og utanríkisráðherra lögðu blómsveiga að minnisvarða um þá sem voru myrtir í Bucha.Stjórnarráðið Stjórnarráðið Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Katrín Jakobsdóttir sýna hinum föllnu hluttekningu sína.Stjórnarráðið Í kirkju í Bucha hefur verið sett upp myndasýning af því sem blasti við eftir að Rússar voru hraktir á brott úr bænum.Stjórnarráðið Fréttin var uppfærð klukkan 09:57 og aftur klukkan 10:10.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55
Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23