Fótbolti

Valskonur á sigurbraut og Óskar Örn með tvennu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Valur varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð en liðið hefur ekki þótt ýkja sannfærandi í Lengjubikarnum í vetur.
Valur varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð en liðið hefur ekki þótt ýkja sannfærandi í Lengjubikarnum í vetur. Vísir/Getty

Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í fótbolta í dag þar sem Valskonur unnu góðan sigur á FH á meðan Grindvíkingar lögðu Vestra að velli karlamegin.

Bryndís Arna Níelsdóttir gerði tvö mörk fyrir Val og Ásdís Karen Halldórsdóttir eitt í leik sem endaði 3-2 fyrir Val en Colleen Kennedy og Berglind Freyja Hlynsdóttir gerðu mörk Hafnarfjarðarliðsins.

Þetta var annar sigur Vals í fjórum leikjum í Lengjubikarnum en FH liðið er með þrjú stig eftir fjóra leiki.

B-deildarliðin Grindavík og Vestri léku sinn síðasta leik í Lengjubikarnum í ár en bæði lið voru án sigurs í riðli 1 þegar kom að leik dagsins.

Gamla brýnið Óskar Örn Hauksson gerði bæði mörk Grindavíkur í 2-0 sigri en leikið var í Akraneshöllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×