Íslenski boltinn

Eyjólfur Vil­berg nýr fram­kvæmda­stjóri ÍA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eyjólfur Vilberg Gunnarsson er nýr framkvæmdastjóri ÍA.
Eyjólfur Vilberg Gunnarsson er nýr framkvæmdastjóri ÍA. ÍA

Eyjólfur Vilberg Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA. Hann tekur við starfinu af Geir Þorsteinssyni.

Frá þessu greindi ÍA á samfélagsmiðlum sínum. Þar segir: „Eyjólfur hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar, fjármála, reksturs og félagsmála en hann hefur komið að knattspyrnuþjálfun yngri flokka og hefur verið að sækja réttindi sem þjálfari.“

Eyjólfur Vilbert starfaði sem sparisjóðsstjóri Suður- Þingeyinga þangað til á síðari hluta síðasta árs. Þá sótti hann um starf ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra.

„Hann þekkir vel til Vesturlands þar sem hann bjó á Hvanneyri og starfaði bæði sem svæðis- og útibússtjóri og forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá Arion banka í Borgarnesi á árunum 2009 – 2019. Hann og hefur einnig verið í eigin rekstri hjá félagi sínu Krosshús ehf, við ráðgjöf til fyrirtækja um fjármál og fjárfestingar, ásamt sölu og ráðgjöf vegna fasteignaviðskipta. Eyjólfur er með M.Sc. gráðu í fjárfestingarstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík [2009] auk menntunar í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands [2002],“ segir einnig í tilkynningu ÍA.

ÍA leikur í Lengjudeild karla og 2. deild kvenna á komandi leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×