Erlent

Gerir Ját­varð bróður sinn að her­toga af Edin­borg

Kjartan Kjartansson skrifar
Játvarður verður hertogi af Edinborg fyrir lífstíð.
Játvarður verður hertogi af Edinborg fyrir lífstíð. EPAJAMES GOURLEY

Karl Bretakonungur útnefndi Játvarð bróður sinn hertoga af Edinborg í tilefni af 59 ára afmæli hans í dag. Játvarður tekur við tigninni af Filippusi prins föður sínum sem lést fyrir tveimur árum.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að búist sé við því að Játvarður og kona hans Soffía taki þátt í viðburði í tilefni þess að rúmt ár er liðið frá innrás Rússa í Úkraínu í Edinborg í dag.

Filippus var sleginn hertogi af Edinborg að morgni brúðkaups hans og Elísabetar, þá prinsessu en síðar drottningar. Elísabet var þá hertogaynja af Edinborg. Filippus bar nafnbótina í meira en sjötíu ár og er sagður hafa viljað að Játvarður, yngsti sonur sinn, tæki við henni að sér gengnum.

Játvarður var jarl af Wessex en Jakob greifi, fimmtán ára gamall sonur hans og Soffíu, tekur nú við þeim titli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×