Ákæra ekki sex ára dreng sem skaut kennara Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2023 08:44 Atburðurinn átti sér stað í kennslustofu í Richneck-grunnskólanum í Newport News í Virginíu 6. janúar. AP/Billy Schueman/The Virginian-Pilot Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunums segir ósennilegt að sex ára drengur sem skaut kennara sinn í grunnskóla verði ákærður. Ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um hvort fullorðinn einstaklingur verði ákærður vegna málsins. Drengurinn hafði níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í Richneck-grunnskólann í bænum Newport News 6. janúar. Hann dró vopnið upp og skaut Abigail Zwerner, 25 ára gamlan kennara sinn, í höndina og brjóstið eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ þeirra. Hún komst lífs af. Howard Gwynn, saksóknari í Newport News, segir ólíklegt að drengurinn verði ákærður enda sé það erfiðleikum bundið að rétta yfir sex ára gömlu barni sem sé of ungt til þess að skilja réttarkerfið, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið okkar er ekki að gera bara eitthvað eins hratt og hægt er. Þegar við höfum farið ofan í saumana á öllum staðreyndum málsins ákærum við hvern þann eða hverja þá sem við teljum hafið yfir skynsamlegan vafa að hafi framið glæp,“ sagði Gwynn við NBC-sjónvarpsstöðina. Sagður hafa skotið kennarann af ásettu ráði AP-fréttastofan segir að lög í Virginíu heimili að börn geti verið sótt til saka. Almennt sé þó litið svo á að börn yngri en sjö ára séu of ung til að vera ákærð þar sem þau séu ekki fær um glæpsamlegan ásetning. Saksóknarar þyrftu enn fremur að geta sýnt fram á að barnið hafi áttað sig á alvarleika brotsins, skipulagt það og framkvæmt. Byssan er í eigu móður drengsins sem keypti hana löglega, að sögn lögreglu. Lögmaður hennar fullyrðir að byssunni hafi verið læst og hún geymd í hárri skápskúffu. Zwerner stefndi skólayfirvöldum vegna atviksins. Drengurinn skaut hana einu sinni en kúlan hæfði hana bæði í höndina og brjóstið. Henni tókst að smala hinum börnunum út úr skólastofunni áður en hún var flutt í flýti á sjúkrahús. Lögregla segir að drengurinn hafi skotið kennarann viljandi. Enginn fyrirvari hafi verið að því og engin átök á milli kennarans og drengsins. Fjölskylda drengsins sagði í yfirlýsingu eftir árásina að hann glímdi við alvarlega fötlun. Foreldrar hans hafi þurft að fylgja honum í skólann og kennslustundir á hverjum degi samkvæmt meðferðaráætlun drengsins. Árásin átti sér stað fyrstu vikuna sem foreldrar hans voru ekki með honum í tíma. Drengurinn er sagður njóta viðeigandi meðferðar á heilbrigðisstofnun. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Drengurinn hafði níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í Richneck-grunnskólann í bænum Newport News 6. janúar. Hann dró vopnið upp og skaut Abigail Zwerner, 25 ára gamlan kennara sinn, í höndina og brjóstið eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ þeirra. Hún komst lífs af. Howard Gwynn, saksóknari í Newport News, segir ólíklegt að drengurinn verði ákærður enda sé það erfiðleikum bundið að rétta yfir sex ára gömlu barni sem sé of ungt til þess að skilja réttarkerfið, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið okkar er ekki að gera bara eitthvað eins hratt og hægt er. Þegar við höfum farið ofan í saumana á öllum staðreyndum málsins ákærum við hvern þann eða hverja þá sem við teljum hafið yfir skynsamlegan vafa að hafi framið glæp,“ sagði Gwynn við NBC-sjónvarpsstöðina. Sagður hafa skotið kennarann af ásettu ráði AP-fréttastofan segir að lög í Virginíu heimili að börn geti verið sótt til saka. Almennt sé þó litið svo á að börn yngri en sjö ára séu of ung til að vera ákærð þar sem þau séu ekki fær um glæpsamlegan ásetning. Saksóknarar þyrftu enn fremur að geta sýnt fram á að barnið hafi áttað sig á alvarleika brotsins, skipulagt það og framkvæmt. Byssan er í eigu móður drengsins sem keypti hana löglega, að sögn lögreglu. Lögmaður hennar fullyrðir að byssunni hafi verið læst og hún geymd í hárri skápskúffu. Zwerner stefndi skólayfirvöldum vegna atviksins. Drengurinn skaut hana einu sinni en kúlan hæfði hana bæði í höndina og brjóstið. Henni tókst að smala hinum börnunum út úr skólastofunni áður en hún var flutt í flýti á sjúkrahús. Lögregla segir að drengurinn hafi skotið kennarann viljandi. Enginn fyrirvari hafi verið að því og engin átök á milli kennarans og drengsins. Fjölskylda drengsins sagði í yfirlýsingu eftir árásina að hann glímdi við alvarlega fötlun. Foreldrar hans hafi þurft að fylgja honum í skólann og kennslustundir á hverjum degi samkvæmt meðferðaráætlun drengsins. Árásin átti sér stað fyrstu vikuna sem foreldrar hans voru ekki með honum í tíma. Drengurinn er sagður njóta viðeigandi meðferðar á heilbrigðisstofnun.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31