Miðlunartillagan samþykkt Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2023 11:25 Miðlunartillaga í deilu Eflingar og SA var samþykkt rétt í þessu. Vísir Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. Tillagan var lögð fram miðvikudaginn 1. mars síðastliðinn eftir fund deiluaðila í húsnæði ríkissáttasemjara. Aðilar samþykktu þá að fresta öllum verkföllum og verkbönnum sem höfðu verið skipulögð dagana á undan. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir það vera ánægjulegt að fá þessar niðurstöður og að þær hafi verið fyrirséðar. Um er að ræða sömu launahækkanir og eru í samningi annarra félaga Starfsgreinasambandsins og gildir samningurinn til 31. janúar 2024. Kauptaxtar aðalkjarasamnings hækka á bilinu 35 þúsund krónur til rúmlega 52 þúsund krónur á mánuði samkvæmt miðlunartillögunni og er meðalhækkun um 42 þúsund krónur. Hlutfallsleg hækkun kauptaxta er á bilinu 9,5 til 13 prósent og meðalhækkun rúmlega 11 prósent. Kjaratengdir liðir, svo sem bónusar, hækka um fimm prósent nema um annað sé samið, bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um átta prósent, desemberuppbót hækkar í 103 þúsund krónur, og hagvaxtarauka flýtt. Mánaðarlaun þeirra sem ekki taka laun samkvæmt kauptöxtum kjarasamnings hækka um 33 þúsund krónur. Allar hækkanir eru afturvirkar frá 1. nóvember 2022. Þá hefur nýtt starfsheiti verið stofnað, Almennt starfsfólk gistihúsa, og þau hækkuð um launaflokk. Einnig höfðu náðst samningar hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa um betri kjör og áhættuþóknun. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira
Tillagan var lögð fram miðvikudaginn 1. mars síðastliðinn eftir fund deiluaðila í húsnæði ríkissáttasemjara. Aðilar samþykktu þá að fresta öllum verkföllum og verkbönnum sem höfðu verið skipulögð dagana á undan. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir það vera ánægjulegt að fá þessar niðurstöður og að þær hafi verið fyrirséðar. Um er að ræða sömu launahækkanir og eru í samningi annarra félaga Starfsgreinasambandsins og gildir samningurinn til 31. janúar 2024. Kauptaxtar aðalkjarasamnings hækka á bilinu 35 þúsund krónur til rúmlega 52 þúsund krónur á mánuði samkvæmt miðlunartillögunni og er meðalhækkun um 42 þúsund krónur. Hlutfallsleg hækkun kauptaxta er á bilinu 9,5 til 13 prósent og meðalhækkun rúmlega 11 prósent. Kjaratengdir liðir, svo sem bónusar, hækka um fimm prósent nema um annað sé samið, bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um átta prósent, desemberuppbót hækkar í 103 þúsund krónur, og hagvaxtarauka flýtt. Mánaðarlaun þeirra sem ekki taka laun samkvæmt kauptöxtum kjarasamnings hækka um 33 þúsund krónur. Allar hækkanir eru afturvirkar frá 1. nóvember 2022. Þá hefur nýtt starfsheiti verið stofnað, Almennt starfsfólk gistihúsa, og þau hækkuð um launaflokk. Einnig höfðu náðst samningar hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa um betri kjör og áhættuþóknun.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira