Stjórnarandstaðan sameinast um mótframbjóðanda gegn Erdogan Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2023 11:57 Hinum 74 ára Kemal Kilicdaroglu var fagnað í höfuðborginni Ankara fyrr í vikunni. Getty Sex stjórnarandstöðuflokkar í Tyrklandi, sem jafnan hafa verið sundraðir í sínum störfum, hafa náð saman um forsetaframbjóðanda sem þeir vonast til að muni ná að koma Recep Tayyip Erdogan af forsetastóli í kosningunum sem fram fara í landinu í maí. Frambjóðandinn sem um ræðir er í hinn 74 ára Kemal Kilicdaroglu sem leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Repúblikanska þjóðarflokkinn, mið-vinstri flokk sem berst fyrir skýrum aðskilnaði ríkis og trúmála. BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til þess að mjótt verði á munum í forsetakosningunum eftir tveggja áratuga valdboðsstjórn Erdogans. Mikið hefur þrengt að efnahag Tyrklands á síðustu árum og Erdogan og stjórn hafa sætt gagnrýni vegna viðbragða yfirvalda í tengslum við jarðskjálftann mikla sem varð í síðasta mánuði þar sem 45 þúsund manns hið minnsta fórust. Staða mála í landinu kunni því að þýða að staða Erdogans sé viðkvæmari en í þau fyrri skipti þar sem hafi hafi sóst eftir endurnýjuðu umboði í kosningum. Mikill mannfjöldi kom saman þegar leiðtogar sex stjórnarandstöðuflokka komu saman til að tilkynna að Kilicdaroglu, sem hefur starfað sem embættismaður um margra ára skeið, hafi verið valinn sem forsetaframbjóðandi flokkanna. Recep Tayyip Erdoğan hefur stýrt Tyrklandi frá árinu 2003, fyrst sem forsætisráðherra en svo sem forseti.Getty Kilicdaroglu er lýst sem hæglátum manni sem sé mjög ólíkur Erdogan, sem þykir gæddur persónutöfrum og hefur verið harður í horn að taka í valdatíð sinni. Margir stjórnarandstæðingar óttast þó að Kilicdaroglu skorti vinsældir til að geta velgt Erdogan almennilega undir uggum. Kilicdaroglu hefur heitið því að sameina þjóðina og hafa samráð að leiðarljósi við stjórn landsins. Hann hefur talað fyrir því að koma á þingræði aftur á í landinu, en Erdogan hefur í valdatíð sinni komið á forsetaræði. Repúblikanski þjóðarflokkurinn var stofnaður af stofnanda þess Tyrklands sem við þekkjum nú, Mustafa Kemal Ataturk. Er um að ræða elsta stjórnarmálaflokk landsins, sem hefur þó ekki komið að stjórn landsins frá því á tíunda áratugnum. Kilicdaroglu hefur náð að auka vinsældir flokksins, meðal annars með því að höfða til minnihlutahópa auk þess að mynda bandalag með flokkum á hægri vængnum. Tyrkland Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Frambjóðandinn sem um ræðir er í hinn 74 ára Kemal Kilicdaroglu sem leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Repúblikanska þjóðarflokkinn, mið-vinstri flokk sem berst fyrir skýrum aðskilnaði ríkis og trúmála. BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til þess að mjótt verði á munum í forsetakosningunum eftir tveggja áratuga valdboðsstjórn Erdogans. Mikið hefur þrengt að efnahag Tyrklands á síðustu árum og Erdogan og stjórn hafa sætt gagnrýni vegna viðbragða yfirvalda í tengslum við jarðskjálftann mikla sem varð í síðasta mánuði þar sem 45 þúsund manns hið minnsta fórust. Staða mála í landinu kunni því að þýða að staða Erdogans sé viðkvæmari en í þau fyrri skipti þar sem hafi hafi sóst eftir endurnýjuðu umboði í kosningum. Mikill mannfjöldi kom saman þegar leiðtogar sex stjórnarandstöðuflokka komu saman til að tilkynna að Kilicdaroglu, sem hefur starfað sem embættismaður um margra ára skeið, hafi verið valinn sem forsetaframbjóðandi flokkanna. Recep Tayyip Erdoğan hefur stýrt Tyrklandi frá árinu 2003, fyrst sem forsætisráðherra en svo sem forseti.Getty Kilicdaroglu er lýst sem hæglátum manni sem sé mjög ólíkur Erdogan, sem þykir gæddur persónutöfrum og hefur verið harður í horn að taka í valdatíð sinni. Margir stjórnarandstæðingar óttast þó að Kilicdaroglu skorti vinsældir til að geta velgt Erdogan almennilega undir uggum. Kilicdaroglu hefur heitið því að sameina þjóðina og hafa samráð að leiðarljósi við stjórn landsins. Hann hefur talað fyrir því að koma á þingræði aftur á í landinu, en Erdogan hefur í valdatíð sinni komið á forsetaræði. Repúblikanski þjóðarflokkurinn var stofnaður af stofnanda þess Tyrklands sem við þekkjum nú, Mustafa Kemal Ataturk. Er um að ræða elsta stjórnarmálaflokk landsins, sem hefur þó ekki komið að stjórn landsins frá því á tíunda áratugnum. Kilicdaroglu hefur náð að auka vinsældir flokksins, meðal annars með því að höfða til minnihlutahópa auk þess að mynda bandalag með flokkum á hægri vængnum.
Tyrkland Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira