Enski boltinn

Íhugar að fara í mál vegna um­mæla í hlað­varps­þætti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mark Clattenburg er ekki sáttur.
Mark Clattenburg er ekki sáttur. Shaun Botterill/Getty Images

Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari.

Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari.

Danny Simpson var hluti af Leicester City liðinu sem varð Englandsmeistari vorið 2016. Hann lék einnig fyrir lið á borð við Manchester United, Newcastle United og Queens Park Rangers ásamt fleiri liðum.

Simpson mætti í hlaðvarpið Undr the Cosh á dögunum og fór yfir feril sinn. Ásamt því að ræða það hvernig Cristiano Ronaldo aðstoðaði sig þegar hann var á stefnumóti með ungfrú Kaliforníu þá ræddi hann tímabilið sem Leicester City varð Englandsmeistari öllum að óvörum.

Þar sagði Simpson að í leik á síðari hluta tímabilsins hefði Clattenburg, þá einn af færustu dómurum Englands, sleppt því að reka Danny Drinkwater af velli og sagt í kjölfarið „Ég ætti að reka þig af velli en ég vil að þið vinnið.“

„Ég held það hafi verið Drinkwater. Hann átti að fá annað gult spjald og Clattenburg hefði auðveldlega getað sent hann af velli en hann gerði það ekki,“ sagði Simpson enn fremur.

Clattenburg dæmdi fjóra leiki hjá Leicester þetta tímabil en gaf Drinkwater aldrei spjald. Þeir leikmenn sem fóru í svörtu bókina hjá Clattenburg voru Robert Huth, þrisvar, og Jamie Vardy einu sinni.

Clattenburg neitar ásökunum Simpson og segir að það sé fráleitt að hann hafi sagt slíkan hlut við leikmann Leicester. Nefnir hann sem dæmi að samstarfsmenn hans hefðu heyrt ummælin – ef þau væru sönn – í gegnum samskiptabúnað dómara.

„Málið er nú komið til lögfræðingsins míns,“ sagði Clattenburg að endingu um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×