Hættur eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og fleiri hneyksli Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 11:56 Noel Le Graet var kjörinn til að starfa sem forseti franska knattspyrnusambandsins út árið 2024 en hefur nú verið bolað í burtu. Getty/Harold Cunningham Hinn afar umdeildi Noël Le Graët er endanlega hættur sem forseti franska knattspyrnusambandsins, eftir að hafa meðal annars verið sakaður um kynferðislega áreitni. Le Graët, sem er 81 árs gamall, tók við sem forseti franska sambandsins árið 2011 og hefur því gegnt starfinu á einu besta skeiði í sögu franskrar knattspyrnu þar sem franska karlalandsliðið varð heimsmeistari 2018 og komst í úrslitaleik HM 2022 og EM 2016. Í byrjun þessa árs komst Le Graët í fréttirnar vegna ummæla þess efnis að hann myndi ekki svara símtali frá Zinedine Zidane varðandi þjálfarastarf hjá franska landsliðinu. Á meðal fjölmargra sem gagnrýndu Le Graët, bæði stjórnmálamanna og íþróttafólks, var stærsta knattspyrnustjarna Frakka, Kylian Mbappé, sem sagði að ekki mætti vanvirða goðsögn eins og Zidane væri. Nokkrum dögum seinna kom svo í ljós að Le Graët sætti rannsókn vegna gruns um kynferðislega áreitni og fleira til, og umboðsmaðurinn Sonia Souid sakaði hann opinberlega í fjölmiðlum um kynferðislega áreitni. Le Graët var gert að stíga til hliðar vegna rannsóknarinnar og nú er orðið ljóst að hann tekur ekki aftur til starfa. Samkvæmt úttekt sem íþróttamálaráðuneyti Frakklands lét gera var honum ekki lengur treystandi til að vera fulltrúi og stjórnandi í íþróttagrein, vegna hegðunar hans gagnvart konum. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert nokkuð rangt. Philippe Diallo, sem verið hefur varaforseti, stýrir franska sambandinu til bráðabirgða fram til 10. júní hið minnsta en þá kemur þing saman. Le Graët hafði verið kosinn til að stýra franska sambandinu út árið 2024. Diallo tekur við í miðjum stormi vegna kvennalandsliðs Frakklands sem er á leið á HM næsta sumar án fyrirliðans Wendie Renard. Hún tilkynnti í síðustu viku að hún myndi ekki spila fyrir franska landsliðið og samkvæmt spænska miðlinum RMC Sport er aðalástæðan landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre sem fleiri leikmenn hafa sett sig upp á móti. Franski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Le Graët, sem er 81 árs gamall, tók við sem forseti franska sambandsins árið 2011 og hefur því gegnt starfinu á einu besta skeiði í sögu franskrar knattspyrnu þar sem franska karlalandsliðið varð heimsmeistari 2018 og komst í úrslitaleik HM 2022 og EM 2016. Í byrjun þessa árs komst Le Graët í fréttirnar vegna ummæla þess efnis að hann myndi ekki svara símtali frá Zinedine Zidane varðandi þjálfarastarf hjá franska landsliðinu. Á meðal fjölmargra sem gagnrýndu Le Graët, bæði stjórnmálamanna og íþróttafólks, var stærsta knattspyrnustjarna Frakka, Kylian Mbappé, sem sagði að ekki mætti vanvirða goðsögn eins og Zidane væri. Nokkrum dögum seinna kom svo í ljós að Le Graët sætti rannsókn vegna gruns um kynferðislega áreitni og fleira til, og umboðsmaðurinn Sonia Souid sakaði hann opinberlega í fjölmiðlum um kynferðislega áreitni. Le Graët var gert að stíga til hliðar vegna rannsóknarinnar og nú er orðið ljóst að hann tekur ekki aftur til starfa. Samkvæmt úttekt sem íþróttamálaráðuneyti Frakklands lét gera var honum ekki lengur treystandi til að vera fulltrúi og stjórnandi í íþróttagrein, vegna hegðunar hans gagnvart konum. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert nokkuð rangt. Philippe Diallo, sem verið hefur varaforseti, stýrir franska sambandinu til bráðabirgða fram til 10. júní hið minnsta en þá kemur þing saman. Le Graët hafði verið kosinn til að stýra franska sambandinu út árið 2024. Diallo tekur við í miðjum stormi vegna kvennalandsliðs Frakklands sem er á leið á HM næsta sumar án fyrirliðans Wendie Renard. Hún tilkynnti í síðustu viku að hún myndi ekki spila fyrir franska landsliðið og samkvæmt spænska miðlinum RMC Sport er aðalástæðan landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre sem fleiri leikmenn hafa sett sig upp á móti.
Franski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira