Hættur eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og fleiri hneyksli Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 11:56 Noel Le Graet var kjörinn til að starfa sem forseti franska knattspyrnusambandsins út árið 2024 en hefur nú verið bolað í burtu. Getty/Harold Cunningham Hinn afar umdeildi Noël Le Graët er endanlega hættur sem forseti franska knattspyrnusambandsins, eftir að hafa meðal annars verið sakaður um kynferðislega áreitni. Le Graët, sem er 81 árs gamall, tók við sem forseti franska sambandsins árið 2011 og hefur því gegnt starfinu á einu besta skeiði í sögu franskrar knattspyrnu þar sem franska karlalandsliðið varð heimsmeistari 2018 og komst í úrslitaleik HM 2022 og EM 2016. Í byrjun þessa árs komst Le Graët í fréttirnar vegna ummæla þess efnis að hann myndi ekki svara símtali frá Zinedine Zidane varðandi þjálfarastarf hjá franska landsliðinu. Á meðal fjölmargra sem gagnrýndu Le Graët, bæði stjórnmálamanna og íþróttafólks, var stærsta knattspyrnustjarna Frakka, Kylian Mbappé, sem sagði að ekki mætti vanvirða goðsögn eins og Zidane væri. Nokkrum dögum seinna kom svo í ljós að Le Graët sætti rannsókn vegna gruns um kynferðislega áreitni og fleira til, og umboðsmaðurinn Sonia Souid sakaði hann opinberlega í fjölmiðlum um kynferðislega áreitni. Le Graët var gert að stíga til hliðar vegna rannsóknarinnar og nú er orðið ljóst að hann tekur ekki aftur til starfa. Samkvæmt úttekt sem íþróttamálaráðuneyti Frakklands lét gera var honum ekki lengur treystandi til að vera fulltrúi og stjórnandi í íþróttagrein, vegna hegðunar hans gagnvart konum. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert nokkuð rangt. Philippe Diallo, sem verið hefur varaforseti, stýrir franska sambandinu til bráðabirgða fram til 10. júní hið minnsta en þá kemur þing saman. Le Graët hafði verið kosinn til að stýra franska sambandinu út árið 2024. Diallo tekur við í miðjum stormi vegna kvennalandsliðs Frakklands sem er á leið á HM næsta sumar án fyrirliðans Wendie Renard. Hún tilkynnti í síðustu viku að hún myndi ekki spila fyrir franska landsliðið og samkvæmt spænska miðlinum RMC Sport er aðalástæðan landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre sem fleiri leikmenn hafa sett sig upp á móti. Franski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Le Graët, sem er 81 árs gamall, tók við sem forseti franska sambandsins árið 2011 og hefur því gegnt starfinu á einu besta skeiði í sögu franskrar knattspyrnu þar sem franska karlalandsliðið varð heimsmeistari 2018 og komst í úrslitaleik HM 2022 og EM 2016. Í byrjun þessa árs komst Le Graët í fréttirnar vegna ummæla þess efnis að hann myndi ekki svara símtali frá Zinedine Zidane varðandi þjálfarastarf hjá franska landsliðinu. Á meðal fjölmargra sem gagnrýndu Le Graët, bæði stjórnmálamanna og íþróttafólks, var stærsta knattspyrnustjarna Frakka, Kylian Mbappé, sem sagði að ekki mætti vanvirða goðsögn eins og Zidane væri. Nokkrum dögum seinna kom svo í ljós að Le Graët sætti rannsókn vegna gruns um kynferðislega áreitni og fleira til, og umboðsmaðurinn Sonia Souid sakaði hann opinberlega í fjölmiðlum um kynferðislega áreitni. Le Graët var gert að stíga til hliðar vegna rannsóknarinnar og nú er orðið ljóst að hann tekur ekki aftur til starfa. Samkvæmt úttekt sem íþróttamálaráðuneyti Frakklands lét gera var honum ekki lengur treystandi til að vera fulltrúi og stjórnandi í íþróttagrein, vegna hegðunar hans gagnvart konum. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert nokkuð rangt. Philippe Diallo, sem verið hefur varaforseti, stýrir franska sambandinu til bráðabirgða fram til 10. júní hið minnsta en þá kemur þing saman. Le Graët hafði verið kosinn til að stýra franska sambandinu út árið 2024. Diallo tekur við í miðjum stormi vegna kvennalandsliðs Frakklands sem er á leið á HM næsta sumar án fyrirliðans Wendie Renard. Hún tilkynnti í síðustu viku að hún myndi ekki spila fyrir franska landsliðið og samkvæmt spænska miðlinum RMC Sport er aðalástæðan landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre sem fleiri leikmenn hafa sett sig upp á móti.
Franski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira