Fyrirliðinn ekki með á HM í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 18:31 Wendie Renard hefur verið fyrirliði franska landsliðsins síðustu árin. Vísir/Getty Fyrirliði franska kvennalandsliðsins í knattspyrnu Wendie Renard tilkynnti í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér fyrir heimsmeistaramótið í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins. Wendie Renard hefur verið lykilmaður í hinu geysisterka franska liði síðustu árin en hún leikur sem miðvörður og hefur íslenska landsliðið þurft að berjast við hana í nokkur skipti. Renard tilkynnti á Instagram-síðu sinni í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér í franska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í sumar þar sem hún getur ekki lengur stutt það kerfi sem viðgengst í kringum franska liðið. „Ég hef barist fyrir bláa, hvíta og rauða búninginn í 142 skipti af ástríðu, virðingu og fagmennsku. Ég elska Frakkland meira en nokkuð annað, ég er ekki fullkomin langt í frá, en ég get ekki lengur stutt það kerfi sem er langt frá þeim kröfum sem eru settar á hæsta getustigi. Þetta er sorgardagur en nauðsynlegur til að standa vörð um mína eigin andlegu heilsu,“ skrifaði Renard á Instagram í dag. View this post on Instagram A post shared by Wendie Renard (@wendie_renard) Fréttir hafa borist af óánægju leikmanna með forráðamenn landsliðsins, meðal annars þjálfarann Corinne Diacre. Gagnrýnin snýr að því hvernig valið er í landsliðshópinn. „Það eru þung skref að tilkynna um ákvörðun mína að draga mig úr franska liðinu. Ég mun ekki spila á heimsmeistaramótinu í þessum aðstæðum. Sársaukinn sést ekki í andliti mínu en mér líður illa í hjartanu og mig langar ekki að líða illa áfram,“ skrifaði Renard sömuleiðis. Sara Björk Gunnarsdóttir er meðal þeirra sem hefur tjáð sig við færslu Renard og skrifar að ákvörðun Renard sé virðingarverð. Renard lék síðast með Frakklandi í nýliðinni landsleikjatörn og kom við sögu bæði gegn Dönum og Úrugvæ. Fyrir Evrópumótið síðasta sumar bárust fregnir af stirðu sambandi þjálfarans Diacre við nokkrar af stjörnum liðsins, meðal annars Sara Bouhaddi, Amandine Henry og Eugenie Le Sommer. Þær voru á endanum ekki valdar í franska liðið sem féll úr leik í undanúrslitum gegn Þýskalandi. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Wendie Renard hefur verið lykilmaður í hinu geysisterka franska liði síðustu árin en hún leikur sem miðvörður og hefur íslenska landsliðið þurft að berjast við hana í nokkur skipti. Renard tilkynnti á Instagram-síðu sinni í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér í franska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í sumar þar sem hún getur ekki lengur stutt það kerfi sem viðgengst í kringum franska liðið. „Ég hef barist fyrir bláa, hvíta og rauða búninginn í 142 skipti af ástríðu, virðingu og fagmennsku. Ég elska Frakkland meira en nokkuð annað, ég er ekki fullkomin langt í frá, en ég get ekki lengur stutt það kerfi sem er langt frá þeim kröfum sem eru settar á hæsta getustigi. Þetta er sorgardagur en nauðsynlegur til að standa vörð um mína eigin andlegu heilsu,“ skrifaði Renard á Instagram í dag. View this post on Instagram A post shared by Wendie Renard (@wendie_renard) Fréttir hafa borist af óánægju leikmanna með forráðamenn landsliðsins, meðal annars þjálfarann Corinne Diacre. Gagnrýnin snýr að því hvernig valið er í landsliðshópinn. „Það eru þung skref að tilkynna um ákvörðun mína að draga mig úr franska liðinu. Ég mun ekki spila á heimsmeistaramótinu í þessum aðstæðum. Sársaukinn sést ekki í andliti mínu en mér líður illa í hjartanu og mig langar ekki að líða illa áfram,“ skrifaði Renard sömuleiðis. Sara Björk Gunnarsdóttir er meðal þeirra sem hefur tjáð sig við færslu Renard og skrifar að ákvörðun Renard sé virðingarverð. Renard lék síðast með Frakklandi í nýliðinni landsleikjatörn og kom við sögu bæði gegn Dönum og Úrugvæ. Fyrir Evrópumótið síðasta sumar bárust fregnir af stirðu sambandi þjálfarans Diacre við nokkrar af stjörnum liðsins, meðal annars Sara Bouhaddi, Amandine Henry og Eugenie Le Sommer. Þær voru á endanum ekki valdar í franska liðið sem féll úr leik í undanúrslitum gegn Þýskalandi.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira