Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir verkefni lögreglunnar milli klukkan fimm í gær og fimm í nótt. Ekki kemur fram hvar líkamsárásin átti sér nákvæmlega stað eða klukkan hvað.
Tilkynnt var um aðra líkamsárás í Breiðholti. Lögreglumenn fóru á vettvang og ræddu við aðila málsins.
Þó nokkrar tilkynningar bárust lögreglunni á lögreglustöð 1, sem sér um Seltjarnarnes og Austur-, Mið- og Vesturbæ Reykjavíkur, um fólk í annarlegu ástandi. Enginn þeirra var vistaður í fangaklefa. Tilkynnt var um umferðaróhapp í miðbænum þar sem tveir bílar skullu saman. Engin slys voru á fólki en annar bíllinn var óökufær eftir slysið.