Fjölskylda Potter hefur fengið morðhótanir frá reiðum stuðningsmönnum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 09:01 Það hefur verið bras á lærisveinum Graham Potter hjá Chelsea síðustu vikurnar. Vísir/Getty Graham Potter greindi frá því á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag að hann og fjölskylda hans hafi fengið morðhótanir frá reiðum stuðningsmönnum vegna slaks gengis liðsins. Chelsea mætir Tottenham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Gengi Chelsea hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum í öllum keppnum og töpuðu meðal annars fyrir botnliði Southampton í síðustu umferð. Graham Potter tók við þjálfun Chelsea í haust eftir að Þjóðverjanum Thomas Tuchel var sagt upp störfum. Potter hefur heldur betur fengið að versla leikmenn því Chelsea hefur eytt mest allra liða í heiminum síðustu mánuði og keypti meðal annars átta nýja leikmenn í janúarmánuði fyrir nokkur hundruð milljónir punda. Argentínumaðurinn Enzo Fernandez er einn þeirra sem Chelsea keypti í janúar en hann er dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Vísir/Getty Potter var á blaðamannafundi í gær í tilefni leiksins við Tottenham á sunnudag og þar greindi hann frá því að hann og fjölskylda hans hefðu fengið morðhótanir að undanförnu. „Ég hef fengið nokkra miður skemmtilega tölvupósta, þeir vilja að ég deyi. Það er augljóslega ekki gaman að fá slíka pósta,“ sagði Potter en Chelsea hefur sagt að þeir hafi boðið Potter og fjölskyldu allan sinn stuðning. „Þið gætuð spurt fjölskyldu mína hvernig lífið hefur verið fyrir mig og þau. Það hefur alls ekki verið ánægjulegt.“ Hann segir að þegar úrslitin séu eins og þau hafi verið að undanförnu þá verði vissulega að taka á móti gagnrýni en hann sagði að hann myndi ekki láta hana brjóta sig niður. „Það er ekki þar með sagt að þetta sé auðvelt. Fjölskyldulífið situr á hakanaum, andlegu heilsunni hrakar og persónuleikanum. Þetta er erfitt,“ sagði Potter og bætti við að stuðningsmennirnir væru í fullum rétti að vera reiðir. „Þú spyrð hvort þetta sé erfitt, já þetta er erfitt. Þú þjáist, þú kemst í uppnám. Þegar maður er með fjölskyldunni þá sýnir maður alvöru tilfinningar. En heimurinn er erfiður. Við erum að fara í gegnum orkukrísu og krísu vegna kostnaðar fyrir heimilin. Fólk er í verkfalli aðra hverja viku. Enginn vill heyra um greyið þjálfarann í ensku úrvalsdeildinni.“ Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Chelsea mætir Tottenham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Gengi Chelsea hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum í öllum keppnum og töpuðu meðal annars fyrir botnliði Southampton í síðustu umferð. Graham Potter tók við þjálfun Chelsea í haust eftir að Þjóðverjanum Thomas Tuchel var sagt upp störfum. Potter hefur heldur betur fengið að versla leikmenn því Chelsea hefur eytt mest allra liða í heiminum síðustu mánuði og keypti meðal annars átta nýja leikmenn í janúarmánuði fyrir nokkur hundruð milljónir punda. Argentínumaðurinn Enzo Fernandez er einn þeirra sem Chelsea keypti í janúar en hann er dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Vísir/Getty Potter var á blaðamannafundi í gær í tilefni leiksins við Tottenham á sunnudag og þar greindi hann frá því að hann og fjölskylda hans hefðu fengið morðhótanir að undanförnu. „Ég hef fengið nokkra miður skemmtilega tölvupósta, þeir vilja að ég deyi. Það er augljóslega ekki gaman að fá slíka pósta,“ sagði Potter en Chelsea hefur sagt að þeir hafi boðið Potter og fjölskyldu allan sinn stuðning. „Þið gætuð spurt fjölskyldu mína hvernig lífið hefur verið fyrir mig og þau. Það hefur alls ekki verið ánægjulegt.“ Hann segir að þegar úrslitin séu eins og þau hafi verið að undanförnu þá verði vissulega að taka á móti gagnrýni en hann sagði að hann myndi ekki láta hana brjóta sig niður. „Það er ekki þar með sagt að þetta sé auðvelt. Fjölskyldulífið situr á hakanaum, andlegu heilsunni hrakar og persónuleikanum. Þetta er erfitt,“ sagði Potter og bætti við að stuðningsmennirnir væru í fullum rétti að vera reiðir. „Þú spyrð hvort þetta sé erfitt, já þetta er erfitt. Þú þjáist, þú kemst í uppnám. Þegar maður er með fjölskyldunni þá sýnir maður alvöru tilfinningar. En heimurinn er erfiður. Við erum að fara í gegnum orkukrísu og krísu vegna kostnaðar fyrir heimilin. Fólk er í verkfalli aðra hverja viku. Enginn vill heyra um greyið þjálfarann í ensku úrvalsdeildinni.“
Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira