Erlent

Annar öflugur skjálfti á landa­mærum Tyrk­lands og Sýr­lands

Árni Sæberg skrifar
Mikill fjöldi bygginga jafnaðist við jörðu í Antakya þegar skjálfti reið yfir fyrir tveimur vikum. Annar öflugur skjálfti skók borgina í kvöld.
Mikill fjöldi bygginga jafnaðist við jörðu í Antakya þegar skjálfti reið yfir fyrir tveimur vikum. Annar öflugur skjálfti skók borgina í kvöld. Arif Hudaverdi Yaman/getty

Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir á landamærum Tyrklands og Sýrlands fyrir skömmu. Aðeins tvær vikur eru frá því að skjálfti af stærðinni 7,8 skók svæðið með þeim afleiðingum að 47.000 hafa látist og gríðarlegur fjöldi mannvirkja jafnaðist við jörðu. 

Íbúar í Antakya, bæ í suðurhluta Tyrklands sem fór mjög illa út úr hamförunum fyrir tveimur vikum, segja við Reuters að enn fleiri byggingar hafi skemmst í skjálftanum í kvöld. Ekki hafa borist fregnir af frekara mannfalli en tala látinna hækkar enn eftir fyrri skjálftann.

„Ég hélt að jörðin myndi gliðna í sundur undir fótum mér,“ hefur Reuters eftir Muna Al Omar, íbúa Antakya. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.