Enski boltinn

„Ekki boð­legt“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kyle Walker í leiknum gegn Nottingham Forest.
Kyle Walker í leiknum gegn Nottingham Forest. Jon Hobley/Getty Images

„Að fara á Emirates og spila eins og við gerðum þar. Koma svo hingað, það er ekki boðlegt,“ sagði varnarmaðurinn Kyle Walker eftir 1-1 jafntefli Manchester City og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Man City vann topplið Arsenal á útivelli í síðustu umferð og hleypti þar með miklu lífi í toppbaráttu deildarinnar. Skytturnar unnu svo dramatískan sigur á Aston Villa í dag á meðan Man City náði aðeins í stig á útivelli gegn Forest.

„Ef við viljum keppa við liðin í kringum toppinn þá verðum við að vinna. Við klúðruðum nokkrum færum og verðum að gera betur sem lið.“

„Stundum er það fótbolti, stundum eru það tilfinningar. Þurfum að horfa eins á alla leiki, líkt og þeir séu bikarúrslitaleikir. Hvað get ég annað sagt en að þetta sé ekki boðlegt? Við verðum að standa saman sem lið.“

„Eldri leikmenn liðsins sögðum hvað okkur fannst. Að þetta sé ekki boðlegt. Við þurfum samt að hrósa Nottingham Forest. Þeir gáfu allt sem þeir áttu en við verðum að gera betur.“

Man City er sem stendur tveimur stigum á eftir toppliðinu en Arsenal á hins vegar leik til góða.


Tengdar fréttir

Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið

Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×