Fimmtíu þúsund vetrarbrautir á einni mynd Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 13:08 Djúpmynd James Webb-sjónaukans af Pandóruþyrpingunni. Rauðleitu ljósdílarnir eru enn fjarlægari vetrarbrautir fyrir aftan þyrpinguna sem eru sýnilegar fyrir tilstuðlan náttúrulegrar þyngdarlinsu sem þyrpingin myndar. NASA, ESA, CSA, I. Labbe (Swinburne University of Technology), R Djúpmynd sem James Webb-geimsjónaukinn tók nýlega skartar um það bil fimmtíu þúsund vetrarbrautum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Myndin er ein sú dýpsta sem sjónaukinn hefur tekið til þessa. Vetrarbrautirnar á myndinni tilheyra svonefndri Pandóraþyrpingu (Abell 2744) sem er í raun samsett úr nokkrum minni vetrarbrautarþyrpingum. Stjörnufræðingar hafa aldrei áður náð að greina eins mikil smáatriði í þyrpingunni en fram að þessu hafa þeir aðeins náð að rannsaka kjarna hennar, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Samanlagður massi vetrarbrautanna myndar svonefnda þyngdarlinsu þegar tímarúmið svignar og magnar upp ljós frá vetrarbrautum sem eru fyrir aftan þær og mun lengra í burtu. Þessar enn fjarlægari vetrarbrautir virkar rauðleitar á mynd Webb. Þær birtast einnig bjagaðar með bogadregnum línum og sveigjum vegna linsuáhrifanna. Webb starði á ofurþyrpinguna í um þrjátíu klukkustundir til þess að safna sem mestu ljósi. Myndin er samsett úr fjórum ljósmyndum sem sjónaukinn tók á þeim tíma. Næst ætla stjörnufræðingarnar að hella sér yfir gögnin og velja vetrarbrautir til þess að fylgjast frekar með. Ætlunin er að gera nákvæmar fjarlægðarmælingar og kanna frekar samsetningu fjarlægu vetrarbrautanna sem sjást fyrir tilstilli þyngdarlinsunnar. Þær rannsóknir geta varpað nýju ljósi á hvernig vetrarbrautir mynduðust og þróuðust í árdaga alheimsins. Hægt er að nálgast mynd Webb í fullri upplausn á vef evrópsku geimstofnunarinnar (ESA). Vísindi Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Vetrarbrautirnar á myndinni tilheyra svonefndri Pandóraþyrpingu (Abell 2744) sem er í raun samsett úr nokkrum minni vetrarbrautarþyrpingum. Stjörnufræðingar hafa aldrei áður náð að greina eins mikil smáatriði í þyrpingunni en fram að þessu hafa þeir aðeins náð að rannsaka kjarna hennar, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Samanlagður massi vetrarbrautanna myndar svonefnda þyngdarlinsu þegar tímarúmið svignar og magnar upp ljós frá vetrarbrautum sem eru fyrir aftan þær og mun lengra í burtu. Þessar enn fjarlægari vetrarbrautir virkar rauðleitar á mynd Webb. Þær birtast einnig bjagaðar með bogadregnum línum og sveigjum vegna linsuáhrifanna. Webb starði á ofurþyrpinguna í um þrjátíu klukkustundir til þess að safna sem mestu ljósi. Myndin er samsett úr fjórum ljósmyndum sem sjónaukinn tók á þeim tíma. Næst ætla stjörnufræðingarnar að hella sér yfir gögnin og velja vetrarbrautir til þess að fylgjast frekar með. Ætlunin er að gera nákvæmar fjarlægðarmælingar og kanna frekar samsetningu fjarlægu vetrarbrautanna sem sjást fyrir tilstilli þyngdarlinsunnar. Þær rannsóknir geta varpað nýju ljósi á hvernig vetrarbrautir mynduðust og þróuðust í árdaga alheimsins. Hægt er að nálgast mynd Webb í fullri upplausn á vef evrópsku geimstofnunarinnar (ESA).
Vísindi Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“