Tala látinna eftir fellibylinn á Nýja-Sjálandi líkleg til að hækka Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 09:37 Chris Hipkins, forsætisráðherra Nýja-Sjálands (t.v.) virðir fyrir sér eyðileggingu af völdum Gabrielle í Esk-dalnum nærri Hawke-flóa. AP/Mark Mitchell/New Zealand Herald Að minnsta kosti átta eru látnir eftir að fellibylurinn Gabríella gekk yfir Nýja-Sjáland í vikunni. Chris Hipkins, forsætisráðherra, segir viðbúið að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar þegar björgunarsveitir ná til hundruð byggða sem eru án sambands við umheiminn. Gabríella gekk á land á Norðureyju á sunnudag og fór suður með austurströndinni í kringum Auckland, fjölmennustu borg landsins. Bylnum fylgdi úrhellisrigning og aurskriður sem skolaði burt brúm, sveitabæjum, búfénaði og sökkti íbúðarhúsum þannig að íbúar sátu fastir á húsþökum. Rúmlega 4.500 manns voru enn á lista lögreglu yfir fólk sem vinir og fjölskylda hafa ekki náð sambandi við frá því að bylurinn gekk yfir. Lögregla telur að flestir þeirra séu einfaldlega sambandslausir. Fjöldi bæja einangraðist í hamförunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við verðum að búa okkur undir þá staðreynd að líklega verði fleiri dauðsföll um landið vegna þessa. Við munum ekki vita umfangið í einhvern tíma,“ sagði Hipkins í dag. Hann sagðist þó ekki eiga von á að mannskaðinn verði mun meiri. Tugir þúsunda heimila eru enn án rafmagns eftir það sem Hipkins kallar verstu náttúruhamfarirnar á Nýja-Sjálandi á þessari öld. Bílalestir reyna nú að koma neyðargögnum til afskekktra byggða og herin notar skip og flugvélar til vöruflutninga til hamfarasvæðanna. Búið er að koma upp tveimur bráðabirgðalíkhúsum í Hawke-flóa sem varð einna verst úti í fellibylnum. Það er aðallega landbúnaðarsvæði en þar eru einnig nokkrir bæir. Ástralir hafa sent 25 manna teymi séfræðinga í viðbrögðum við náttúruhamförum til þess að aðstoða nýsjálensk yfirvöld, að sögn AP-fréttastofunnar. Aðeins tvær vikur eru frá því að fjórir fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Auckland. Nýja-Sjáland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Neyðarástand á Nýja-Sjálandi Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni. 14. febrúar 2023 06:25 Hátt í fimmtíu þúsund heimili rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins. 13. febrúar 2023 06:28 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Gabríella gekk á land á Norðureyju á sunnudag og fór suður með austurströndinni í kringum Auckland, fjölmennustu borg landsins. Bylnum fylgdi úrhellisrigning og aurskriður sem skolaði burt brúm, sveitabæjum, búfénaði og sökkti íbúðarhúsum þannig að íbúar sátu fastir á húsþökum. Rúmlega 4.500 manns voru enn á lista lögreglu yfir fólk sem vinir og fjölskylda hafa ekki náð sambandi við frá því að bylurinn gekk yfir. Lögregla telur að flestir þeirra séu einfaldlega sambandslausir. Fjöldi bæja einangraðist í hamförunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við verðum að búa okkur undir þá staðreynd að líklega verði fleiri dauðsföll um landið vegna þessa. Við munum ekki vita umfangið í einhvern tíma,“ sagði Hipkins í dag. Hann sagðist þó ekki eiga von á að mannskaðinn verði mun meiri. Tugir þúsunda heimila eru enn án rafmagns eftir það sem Hipkins kallar verstu náttúruhamfarirnar á Nýja-Sjálandi á þessari öld. Bílalestir reyna nú að koma neyðargögnum til afskekktra byggða og herin notar skip og flugvélar til vöruflutninga til hamfarasvæðanna. Búið er að koma upp tveimur bráðabirgðalíkhúsum í Hawke-flóa sem varð einna verst úti í fellibylnum. Það er aðallega landbúnaðarsvæði en þar eru einnig nokkrir bæir. Ástralir hafa sent 25 manna teymi séfræðinga í viðbrögðum við náttúruhamförum til þess að aðstoða nýsjálensk yfirvöld, að sögn AP-fréttastofunnar. Aðeins tvær vikur eru frá því að fjórir fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Auckland.
Nýja-Sjáland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Neyðarástand á Nýja-Sjálandi Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni. 14. febrúar 2023 06:25 Hátt í fimmtíu þúsund heimili rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins. 13. febrúar 2023 06:28 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Neyðarástand á Nýja-Sjálandi Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni. 14. febrúar 2023 06:25
Hátt í fimmtíu þúsund heimili rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins. 13. febrúar 2023 06:28
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent