Tala látinna eftir fellibylinn á Nýja-Sjálandi líkleg til að hækka Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 09:37 Chris Hipkins, forsætisráðherra Nýja-Sjálands (t.v.) virðir fyrir sér eyðileggingu af völdum Gabrielle í Esk-dalnum nærri Hawke-flóa. AP/Mark Mitchell/New Zealand Herald Að minnsta kosti átta eru látnir eftir að fellibylurinn Gabríella gekk yfir Nýja-Sjáland í vikunni. Chris Hipkins, forsætisráðherra, segir viðbúið að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar þegar björgunarsveitir ná til hundruð byggða sem eru án sambands við umheiminn. Gabríella gekk á land á Norðureyju á sunnudag og fór suður með austurströndinni í kringum Auckland, fjölmennustu borg landsins. Bylnum fylgdi úrhellisrigning og aurskriður sem skolaði burt brúm, sveitabæjum, búfénaði og sökkti íbúðarhúsum þannig að íbúar sátu fastir á húsþökum. Rúmlega 4.500 manns voru enn á lista lögreglu yfir fólk sem vinir og fjölskylda hafa ekki náð sambandi við frá því að bylurinn gekk yfir. Lögregla telur að flestir þeirra séu einfaldlega sambandslausir. Fjöldi bæja einangraðist í hamförunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við verðum að búa okkur undir þá staðreynd að líklega verði fleiri dauðsföll um landið vegna þessa. Við munum ekki vita umfangið í einhvern tíma,“ sagði Hipkins í dag. Hann sagðist þó ekki eiga von á að mannskaðinn verði mun meiri. Tugir þúsunda heimila eru enn án rafmagns eftir það sem Hipkins kallar verstu náttúruhamfarirnar á Nýja-Sjálandi á þessari öld. Bílalestir reyna nú að koma neyðargögnum til afskekktra byggða og herin notar skip og flugvélar til vöruflutninga til hamfarasvæðanna. Búið er að koma upp tveimur bráðabirgðalíkhúsum í Hawke-flóa sem varð einna verst úti í fellibylnum. Það er aðallega landbúnaðarsvæði en þar eru einnig nokkrir bæir. Ástralir hafa sent 25 manna teymi séfræðinga í viðbrögðum við náttúruhamförum til þess að aðstoða nýsjálensk yfirvöld, að sögn AP-fréttastofunnar. Aðeins tvær vikur eru frá því að fjórir fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Auckland. Nýja-Sjáland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Neyðarástand á Nýja-Sjálandi Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni. 14. febrúar 2023 06:25 Hátt í fimmtíu þúsund heimili rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins. 13. febrúar 2023 06:28 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Gabríella gekk á land á Norðureyju á sunnudag og fór suður með austurströndinni í kringum Auckland, fjölmennustu borg landsins. Bylnum fylgdi úrhellisrigning og aurskriður sem skolaði burt brúm, sveitabæjum, búfénaði og sökkti íbúðarhúsum þannig að íbúar sátu fastir á húsþökum. Rúmlega 4.500 manns voru enn á lista lögreglu yfir fólk sem vinir og fjölskylda hafa ekki náð sambandi við frá því að bylurinn gekk yfir. Lögregla telur að flestir þeirra séu einfaldlega sambandslausir. Fjöldi bæja einangraðist í hamförunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við verðum að búa okkur undir þá staðreynd að líklega verði fleiri dauðsföll um landið vegna þessa. Við munum ekki vita umfangið í einhvern tíma,“ sagði Hipkins í dag. Hann sagðist þó ekki eiga von á að mannskaðinn verði mun meiri. Tugir þúsunda heimila eru enn án rafmagns eftir það sem Hipkins kallar verstu náttúruhamfarirnar á Nýja-Sjálandi á þessari öld. Bílalestir reyna nú að koma neyðargögnum til afskekktra byggða og herin notar skip og flugvélar til vöruflutninga til hamfarasvæðanna. Búið er að koma upp tveimur bráðabirgðalíkhúsum í Hawke-flóa sem varð einna verst úti í fellibylnum. Það er aðallega landbúnaðarsvæði en þar eru einnig nokkrir bæir. Ástralir hafa sent 25 manna teymi séfræðinga í viðbrögðum við náttúruhamförum til þess að aðstoða nýsjálensk yfirvöld, að sögn AP-fréttastofunnar. Aðeins tvær vikur eru frá því að fjórir fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Auckland.
Nýja-Sjáland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Neyðarástand á Nýja-Sjálandi Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni. 14. febrúar 2023 06:25 Hátt í fimmtíu þúsund heimili rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins. 13. febrúar 2023 06:28 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Neyðarástand á Nýja-Sjálandi Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni. 14. febrúar 2023 06:25
Hátt í fimmtíu þúsund heimili rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins. 13. febrúar 2023 06:28