Kom í veg fyrir að lögreglu yrði bannað að leggja hald á gögn um tíðahring kvenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2023 07:22 Youngkin vill takmarka verulega rétt kvenna til þungunarrofs. epa/Shawn Thew Glenn Youngkin, ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum, hefur tekist að stöðva framgang frumvarps sem kveður á um að lögreglu sé ekki heimilt að leggja hendur á gögn úr smáforritum sem konur nota til að skrásetja og fylgjast með tíðahring sínum. Repúblikaninn Youngkin er sagður hafa beitt sér fyrir því að frumvarpið var svæft í undirnefnd, með því að færa þau rök fyrir nefndinni að það væri ekki löggjafans að takmarka leitarheimildir lögreglu. Stuðningsmenn frumvarpsins óttast hins vegar að gögn úr smáforritum verði notuð í dómsmálum gegn konum sem gangast undir þungunarrof, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade og setti þar með löggjafarvaldið í málaflokknum aftur í hendur einstakra ríkja. Það vakti athygli að umrætt frumvarp hafði þegar verið samþykkt í efri deild Virginíu-þings, þar sem það naut stuðnings meirihluta Demókrata og níu Repúblikana. Einn þeirra, kvensjúkdómalæknirinn Siobhan Dunnavant, hefur verið afar gagnrýnin á frumvarp sem Youngkin vill leggja fram og kveður á um bann við þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Segist hún ekki munu styðja það nema undanþága verði gerð vegna fósturgalla, allt fram á 24. viku. Eins og stendur er konum í Virginíu frjálst að gangast undir þungunarrof fram að 27. viku. Þess má geta að í Flórída hurfu skólayfirvöld frá því á dögunum að krefjast þess að stúlkur sem vildu stunda íþróttir gæfu upplýsingar um blæðingar sínar. Gagnrýnendur sögðu kröfurnar í takt við stefnu ríkisstjórans Ron DeSantis um að draga úr réttindum trans fólks. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Repúblikaninn Youngkin er sagður hafa beitt sér fyrir því að frumvarpið var svæft í undirnefnd, með því að færa þau rök fyrir nefndinni að það væri ekki löggjafans að takmarka leitarheimildir lögreglu. Stuðningsmenn frumvarpsins óttast hins vegar að gögn úr smáforritum verði notuð í dómsmálum gegn konum sem gangast undir þungunarrof, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade og setti þar með löggjafarvaldið í málaflokknum aftur í hendur einstakra ríkja. Það vakti athygli að umrætt frumvarp hafði þegar verið samþykkt í efri deild Virginíu-þings, þar sem það naut stuðnings meirihluta Demókrata og níu Repúblikana. Einn þeirra, kvensjúkdómalæknirinn Siobhan Dunnavant, hefur verið afar gagnrýnin á frumvarp sem Youngkin vill leggja fram og kveður á um bann við þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Segist hún ekki munu styðja það nema undanþága verði gerð vegna fósturgalla, allt fram á 24. viku. Eins og stendur er konum í Virginíu frjálst að gangast undir þungunarrof fram að 27. viku. Þess má geta að í Flórída hurfu skólayfirvöld frá því á dögunum að krefjast þess að stúlkur sem vildu stunda íþróttir gæfu upplýsingar um blæðingar sínar. Gagnrýnendur sögðu kröfurnar í takt við stefnu ríkisstjórans Ron DeSantis um að draga úr réttindum trans fólks.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira