Lífið

Tærnar duttu ekki af þrátt fyrir mikinn kulda

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Vivian Ólafsdóttir var gestur í fimmta þætti af Körrent.
Vivian Ólafsdóttir var gestur í fimmta þætti af Körrent. Skjáskot/Vísir

Vivian Ólafsdóttir fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Napóleonsskjölin en hún var viðmælandi í síðasta þætti af Körrent.

Hér má sjá brot úr þættinum:

Klippa: Tærnar duttu blessunarlega ekki af

Vivian ræddi meðal annars um atriði þar sem hún þurfti að vera berfætt úti hlaupandi og segist hún ekki endilega mæla með því fyrir alla.

„Það er náttúrulega rosalega flott fólk sem kemur að þessu og búningadeildin gerði sitt allra besta. Það var ýmislegt, stundum var second skin bara layerað undir, en stundum var það bara ekki hægt og þá var maður bara á tánum.

Það var ógeðslega kalt, ég get ekki sagt neitt annað,“

 segir Vivian Ólafsdóttir og bætir þó við að allar tærnar séu enn á henni.

Vivian segir verkefnið hafa reynt á líkamlega.

„Ég þurfti náttúrulega aðeins að taka mig í gegn fyrir þessar tökur upp á þolið og annað.“

Hún segir gott að hafa unnið með Icelandic Stunts, sem er rekið af systkinunum Jóni Viðari og Immu.

„Þau leiða mann í gegnum alls konar hluti þannig þetta var mjög fjölbreytt og mjög skemmtilegt.“

Hér má sjá fimmta þátt af Körrent:


Tengdar fréttir

Körrent: Idol hljómsveitin er viðbúin öllu

Á föstudagskvöldum iðar Gufunesið af tónlist og Idol gleði. Þau Magnús Jóhann Ragnarsson, Bergur Einar, Reynir Snær, Ingibjörg Elsa og Daníel Böðvarsson skipa Idol hljómsveitina en Körrent tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þeirra starfi.

Skemmtilegast að syngja og reyna við fólk

Annar þáttur af Körrent fór í loftið síðastliðið fimmtudagskvöld en þar var meðal annars rætt við tónlistarkonuna Ásdísi. Lögin hennar hafa slegið í gegn víða um heiminn en nýlega hélt hún vel sótta tónleika á Húrra, þar sem stemningin var gríðarleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×