Lífið

Annar þáttur af Kör­rent: Herra Hnetu­smjör og ÁS­DÍS

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Annar þáttur af Körrent er kominn í loftið.
Annar þáttur af Körrent er kominn í loftið. Stöð 2

Annar þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.

Í þessum nýja þætti fylgjum við Lil Curly, Dóru Júlíu og Kristínu Ruth á fyrstu beinu útsendingu af Idol. Þau taka stutt viðtöl við keppendur og fara yfir hápunkta kvöldsins. Svo kíkir enginn annar en Herra Hnetusmjör til þeirra í settið í kjúklingavængi og trúnó.

Skemmtanalíf Reykjavíkurborgar iðar sem aldrei fyrr og í þættinum taka þau einnig púlsinn á tónlistarkonunni ÁSDÍSI sem hélt tónleika á Húrra um síðustu helgi og fullt var út að dyrum. ÁSDÍS er með rúmlega 2,5 milljónir mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og er að gera það gott í hinum stóra heimi.

Þáttinn má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Körrent - Herra Hnetusmjör og ÁSDÍS

Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir.

Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.