Hér má sjá brot úr þættinum:
Vivian ræddi meðal annars um atriði þar sem hún þurfti að vera berfætt úti hlaupandi og segist hún ekki endilega mæla með því fyrir alla.
„Það er náttúrulega rosalega flott fólk sem kemur að þessu og búningadeildin gerði sitt allra besta. Það var ýmislegt, stundum var second skin bara layerað undir, en stundum var það bara ekki hægt og þá var maður bara á tánum.
Það var ógeðslega kalt, ég get ekki sagt neitt annað,“
segir Vivian Ólafsdóttir og bætir þó við að allar tærnar séu enn á henni.
Vivian segir verkefnið hafa reynt á líkamlega.
„Ég þurfti náttúrulega aðeins að taka mig í gegn fyrir þessar tökur upp á þolið og annað.“
Hún segir gott að hafa unnið með Icelandic Stunts, sem er rekið af systkinunum Jóni Viðari og Immu.
„Þau leiða mann í gegnum alls konar hluti þannig þetta var mjög fjölbreytt og mjög skemmtilegt.“
Hér má sjá fimmta þátt af Körrent: