Lífið

Skemmtilegast að syngja og reyna við fólk

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Tónlistarkonan ÁSDÍS var gestur í nýjasta þætti af KÖRRENT en hún var stödd í Berlín á meðan á samtalinu stóð.
Tónlistarkonan ÁSDÍS var gestur í nýjasta þætti af KÖRRENT en hún var stödd í Berlín á meðan á samtalinu stóð. Stikla úr þætti.

Annar þáttur af Körrent fór í loftið síðastliðið fimmtudagskvöld en þar var meðal annars rætt við tónlistarkonuna Ásdísi. Lögin hennar hafa slegið í gegn víða um heiminn en nýlega hélt hún vel sótta tónleika á Húrra, þar sem stemningin var gríðarleg.

Hér má sjá brot úr þættinum:

Klippa: ÁSDÍS - KÖRRENT

Ásdís er með rúmlega 2,6 milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og hefur á undanförnum árum eytt tíma sínum í stúdíóum í Berlín, London, Bandaríkjunum og víðar.

Aðspurð hvernig lífið sé sem tónlistarkona svarar Ásdís:

„Það er ógeðslega gaman sko, ég eiginlega get ekki logið. Ég lenti í gær og hitti þrjár stelpur sem eru að gera tónlist hérna líka og við vorum bara að sleikja puttana á okkur við erum með svo mikið frelsi til að gera hvað sem er, sem er mjög gaman.“

Frelsið er þó ekki það skemmtilegasta við tónlistarlífið en það sem henni finnst standa upp úr er eftirfarandi:

„Númer eitt er að syngja, því ég elska að syngja. Númer tvö er svo örugglega að reyna við fólk. Ég er með augnkontakt sem gæti bara.. Nei okei hvað er ég að segja,“ bætir Ásdís við hlæjandi.

Það er ýmislegt spennandi fram undan hjá þessari tónlistarkonu en hún segir að næsta skref sé að skrifa undir plötusamning.

Hér má sjá þátt tvö af Körrent í heild sinni:

Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir.

Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×