Lífið

Fyrsti þáttur af Körrent: Idol og viðtöl við fólkið á djamminu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa
Körrent eru nýir þættir sem sýndir verða á Vísi, Stöð 2 Vísi, Stöð 2 og Stöð 2+.
Körrent eru nýir þættir sem sýndir verða á Vísi, Stöð 2 Vísi, Stöð 2 og Stöð 2+. Stöð 2

Fyrsti þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir verða framvegis sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.

Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir.

Fyrsta þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Í þessum fyrsta þætti rifja þau upp fyrstu Idol þætti vetrarins, fá kynninn Aron Má í stólinn til sín og ræða um átta manna lokahópinn. Það er einnig ýmislegt að gerast í skemmtanalífinu en þau kíkja líka í hádegis danspartý, skella sér á djammið og fara yfir það helsta í vikunni.

Þáttinn verður hægt að sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×