Jafnt í Lundúnarslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Í leikslok.
Í leikslok. vísir/getty

Chelsea og West Ham skildu jöfn í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Báðum liðum hefur gengið erfiðlega upp á síðkastið og bar leikurinn þess merki í dag.

Tveir af fjölmörgum nýliðum í liði Chelsea voru á bak við fyrsta mark leiksins þegar Joao Felix kom Chelsea yfir eftir undirbúning frá Enzo Fernandez á sextándu mínútu.

Forystan entist gestunum stutt því Emerson, fyrrum leikmaður Chelsea, jafnaði metin fyrir West Ham eftir tæplega hálftíma leik og var staðan í leikhléi jöfn, 1-1.

Bæði lið eltust við sigurmark í síðari hálfleik og virtist West Ham vera að tryggja sér sigur með marki Tomas Soucek á 83.mínútu en við nánari athugun í VAR, var markið dæmt af.

Lokatölur 1-1 og West Ham áfram í bullandi fallbaráttu á meðan Chelsea þokast lítið í átt að efri hluta deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira