Innlent

Fjórar umsóknir um stöðu prest í Árborgarprestakalli

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Fjórir umsækjendur eru um starf prests í Árborgarprestakalli en innan þess prestakalls er m.a. Selfosskirkja.
Fjórir umsækjendur eru um starf prests í Árborgarprestakalli en innan þess prestakalls er m.a. Selfosskirkja. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega var auglýst laus staða prests í Árborgarprestakalli og rann umsóknarfrestur út á miðnætti 7. febrúar. Fjórar umsóknir bárust um starfið en einn umsækjandi óskar nafnleyndar.

Umsækjendurnir þrír eru Guðrún Eggerts Þórudóttir, Hilmir Kolbeins og Jóhanna Magnúsdóttir. Guðrún og Jóhanna eru vígðar en Hilmir ekki, svo hann er guðfræðingur.

Allar umsóknirnar fara til valnefndar, sem fer yfir umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals og ræður í starfið í kjölfarið.

Nýi presturinn mun taka við starfi Sr. Arnalds Bárðarsonar, sem hefur verið ráðinn til þjónustu í Austfjarðaprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi.

Í Árborgarprestakalli er 12.001 íbúi, þar af 8.541 sóknarbarn og 6.885 gjaldendur í sjö sóknum og sóknarkirkjum. Prestakallið er í tveimur sveitarfélögum, Árborg og Flóahreppi. Prestakallið tilheyrir Suðurprófastsdæmi. Í prestakallinu starfa sóknarprestur og tveir prestar.

Sr. Arnaldur Bárðarson, sem kveður nú Árborgarprestakall.Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×