Innlent

90 milljónir í snjómokstur í Árborg á hálfum mánuði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
  Kostnaður Árborgar vegna vetrarþjónustu síðasta hálfa mánuðinn í desember 2022 var um 90 milljónir króna. Ekki liggur fyrir hvað kostnaðurinn var mikill í janúar 2023.
Kostnaður Árborgar vegna vetrarþjónustu síðasta hálfa mánuðinn í desember 2022 var um 90 milljónir króna. Ekki liggur fyrir hvað kostnaðurinn var mikill í janúar 2023. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kostnaður Sveitarfélagsins Árborgar vegna snjómoksturs eftir mikið fannfergi frá miðjum desember síðastliðins til 31. desember er um 90 milljónir króna.

Að jafnaði voru um 30 tæki í sveitarfélaginu að störfum og var yfirleitt farið af stað um fjögur leytið á nóttunni. Þegar mest var þá voru um 50 tæki að störfum.

„Miklar áskoranir eru þegar svona mikið fannfergi kemur á mjög skömmum tíma og þurfti að kalla til auka vélar og tæki til að koma að þar sem þær vélar sem fyrir eru réðu ekki við umfangið. Einnig er mikilvægt að það komi fram að það þarf alltaf að tryggja öryggi starfsmanna í svona veðurofsa og því ekki verið að vinna við ruðning þegar veðrið er sem verst, það gagnast engum,” segir í tilkynningu frá þjónustumiðstöð sveitarfélagsins.

Fannfergi á Eyrarbakka og Stokkseyri

Í tilkynningunni segir jafnframt að mikið fannfergi hafi verið á Eyrarbakka og Stokkseyri og voru aðstæður því mjög krefjandi en lykilatriði á slíkum tímum sé þolinmæði og skilningur á aðstæðum og þannig hafi flestir íbúar tekið því. Einnig hafi aðstæður verið krefjandi í dreifbýli Árborgar en heilt yfir hafi vetrarþjónustan gengið vel en alltaf megi gera betur og gott sé að fá ábendingar um slíkt.

Mikið fannfergi var á Eyrarbakka og Stokkseyri í desember eins og svo víða í sveitarfélaginu.Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×