Erlent

Lítil stúlka fæddist í húsarústum

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Stúlkan fæddist í gær. Hún fannst í húsarústum en allir fjölskyldumeðlimir hennar eru látnir.
Stúlkan fæddist í gær. Hún fannst í húsarústum en allir fjölskyldumeðlimir hennar eru látnir. AP/Ghaith Alsayed

Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. Allir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar eru látnir.

Íbúar fundu stúlkuna sem grét kröftuglega í rústum hússins. Hún var í krampakasti þegar hún kom á spítalann og mikið marin á baki, eyrum og andliti. 

„Móðir hennar fæddi hana undir rústum hússins. Öll fjölskylda hennar er látin en nágrannar komu með stúlkuna á spítalann,“ segir Hani Maarouf, læknir stúlkunnar.

Eins og sést er litla stúlkan marin og bólgin.AP/Ghaith Alsayed

Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur í yfir ellefu þúsund en búist er við því að tala látinna muni hækka. Þúsundir eru taldir fastir í húsarústum. Hamfarirnar eru þær mannskæðustu í yfir áratug. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar.

Í myndbandinu sést læknirinn sinna stúlkunni sem er með sjáanlega áverka. Við vörum við myndefninu.

„Hún er með stórt mar á bakinu og mikið bólgin. Sennilega hefur eitthvað þungt fallið á hana. Hún er einnig marin á eyra, andliti auk áverka á rifbeinum.“

Saleh al-Badran er einn þeirra sem bjargaði barninu. Hann klippti á naflastrenginn og flutti stúlkuna á sjúkrahús.

„Sjö úr fjölskyldu stúlkunar eru látin, móðirin, faðirinn og börn,“ segir Saleh al-Badran.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×