Hópur Landsbjargar nálgast hamfarasvæðið: „Ekkert rafmagn og skortur á bensíni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. febrúar 2023 12:04 Íslenski hópurinn lagði af stað í gærkvöld, lenti í Tyrklandi í nótt og er enn á ferðalagi að Hatay héraðinu. landsbjörg Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrkjaldi og Sýrlandi er nú kominn upp í ellefu þúsund en búist er við að sú tala muni hækka. Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi í nótt og er nú á leið með rútu inn á hamfarasvæði en íbúar gagnrýna stjórnvöld fyrir hægagang í björgunaraðgerðum. Hamfarirnar eru þær mannskæðustu í áratug. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar gagnrýna nú margir stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. Vitni sögðu í samtali við AP fréttaveituna að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústum. Þegar björgunarliðar komu loks á staðinn hafi þeir unnið í nokkra tíma en hætt svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Hópurinn hefur ferðast frá því í gærkvöld.Landsbjörg „Verkefnið verður krefjandi“ Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi klukkan að ganga fjögur í nótt að íslenskum tíma, rétt fyrir klukkan sjö á tyrkneskum tíma og ferðast nú með rútu að héraðinu Hatay. „Ferðalagið hefur verið langt þau eru búin að vera á ferðalagi síðan þau yfirgáfu landið í gærkvöldi um átta leytið. Þau eru núna að koma á sinn áfangastað sem verður í héraði sem heitir Hatay þar sem þau setja upp búðir á knattspyrnuvelli en lengra eru þau ekki komin. Það sem við höfum heyrt er að það ríkir talsvert öngþveiti á þessum slóðum. Það er ekkert rafmagn, skortur á bensíni og díselolíu þannig verkefnið verður krefjandi,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hópur Landsbjargar mun sinna svæðisstjórn.landsbjörg Hópurinn mun ekki sinna rústabjörgun heldur vinna að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu, ásamt björgunarhópi frá Katar. „Þeirra hlutverk er að samræma störf þeirra fjölda björgunarsveita sem eru komnar á svæðið. Það var talið helst vöntun á reyndu fólki í þannig vinnu og það er meginhlutverk okkar hóps.“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48 Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23 Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00 Í kappi við kuldann Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. 7. febrúar 2023 17:51 Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. 7. febrúar 2023 17:01 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Hamfarirnar eru þær mannskæðustu í áratug. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar gagnrýna nú margir stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. Vitni sögðu í samtali við AP fréttaveituna að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústum. Þegar björgunarliðar komu loks á staðinn hafi þeir unnið í nokkra tíma en hætt svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Hópurinn hefur ferðast frá því í gærkvöld.Landsbjörg „Verkefnið verður krefjandi“ Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi klukkan að ganga fjögur í nótt að íslenskum tíma, rétt fyrir klukkan sjö á tyrkneskum tíma og ferðast nú með rútu að héraðinu Hatay. „Ferðalagið hefur verið langt þau eru búin að vera á ferðalagi síðan þau yfirgáfu landið í gærkvöldi um átta leytið. Þau eru núna að koma á sinn áfangastað sem verður í héraði sem heitir Hatay þar sem þau setja upp búðir á knattspyrnuvelli en lengra eru þau ekki komin. Það sem við höfum heyrt er að það ríkir talsvert öngþveiti á þessum slóðum. Það er ekkert rafmagn, skortur á bensíni og díselolíu þannig verkefnið verður krefjandi,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hópur Landsbjargar mun sinna svæðisstjórn.landsbjörg Hópurinn mun ekki sinna rústabjörgun heldur vinna að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu, ásamt björgunarhópi frá Katar. „Þeirra hlutverk er að samræma störf þeirra fjölda björgunarsveita sem eru komnar á svæðið. Það var talið helst vöntun á reyndu fólki í þannig vinnu og það er meginhlutverk okkar hóps.“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48 Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23 Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00 Í kappi við kuldann Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. 7. febrúar 2023 17:51 Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. 7. febrúar 2023 17:01 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
„Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48
Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23
Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00
Í kappi við kuldann Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. 7. febrúar 2023 17:51
Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. 7. febrúar 2023 17:01