20.068 fengu ávísað ADHD lyfjum og notkunin eykst enn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2023 08:10 Drengir á unglingsaldri eru stærsti einstaki hópurinn sem fær ávísað ADHD lyfjum. Getty Notkun ADHD lyfja jókst um 12,3 prósent milli ára 2021 til 2022 en fyrra árið nam hún 51 dagskammti á hverja 1.000 íbúa en 57 dagskömmtum seinna árið. Þetta er minni aukning en undanfarin ár. Frá þessu er greint í Talnabrunni landlæknisembættisins en þar segir að árið 2022 hafi 20.680 einstaklingar fengið ávísað lyfjum við ADHD, þar af 6.807 börn og 13.873 fullorðnir. Þetta samsvarar því að 55 af hverjum 1.000 íbúum hafi fengið ávísað ADHD lyfjum. Þetta er 11,1 prósent aukning frá fyrra ári. „Hlutfall þeirra sem fengu ávísað slíkum lyfjum var mun hærra hjá börnum en fullorðnum eða 81 af hverjum 1.000 börnum samanborið við 47 af hverjum 1.000 fullorðnum,“ segir í Talnabrunni. Þá segir að notkunin hafi verið mest á meðal drengja á aldrinum 15-17 ára, þar sem 181 af hverjum 1.000 drengjum fengu ávísun á adrenvirk lyf. „Notkunin var litlu minni hjá drengjum á aldrinum 10-14 ára (177/1.000). Á meðal stúlkna er notkunin einnig mest í aldurshópnum 15-17 ára þar sem 130 af hverjum 1.000 stúlkum fengu slíku lyfi ávísað a.m.k. einu sinni 2022.“ Færist í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða Í Talnabrunninum segir að talsverð breyting hafi orðið á notkunarmynstri ADHD lyfja á síðustu fjórum árum. Metýlfenidat er mest notaða lyfið í flokknum, eða um 67 prósent af heildarmagni, en hlutfall lisdex-amfetamíns hefur farið ört vaxandi frá 2017 og er nú um 28 prósent af heildarmagni afgreiddra lyfja. „Aukna notkun lisdexamfetamíns má a.m.k. að hluta til rekja til þess að fyrrnefnt lyfið er á óvirku formi við inntöku og verður fyrst virkt við upptöku lyfsins úr meltingarvegi. Þessi eiginleiki lisdexamfetamíns verður til þess að erfitt er að misnota lyfið á sama hátt og metýlfenidat, sem er á virku formi við inntöku. Ennfremur benda sumar rannsóknir til þess að lyfið hafi minni aukaverkanir en metýlfenidat,“ segir í Talnabrunninum. Notkun ADHD lyfja hefur aukist að meðaltali um 11 prósent hjá börnum og 17 prósent hjá fullorðnum frá árinu 2014. Þá segir að á undanförnum árum hafi færst í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða ADHD lyfjum til að meðhöndla svefnröskun. „Af þeim 20.680 einstaklingum sem fengu ávísað ADHD lyfjum á árinu 2022, fengu 3.908 einstaklingar einnig ávísað melatóníni. Þetta samsvarar því að um 19% einstaklinga á ADHD lyfjum hafi einnig fengið ávísað melatóníni á árinu 2022.“ Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Frá þessu er greint í Talnabrunni landlæknisembættisins en þar segir að árið 2022 hafi 20.680 einstaklingar fengið ávísað lyfjum við ADHD, þar af 6.807 börn og 13.873 fullorðnir. Þetta samsvarar því að 55 af hverjum 1.000 íbúum hafi fengið ávísað ADHD lyfjum. Þetta er 11,1 prósent aukning frá fyrra ári. „Hlutfall þeirra sem fengu ávísað slíkum lyfjum var mun hærra hjá börnum en fullorðnum eða 81 af hverjum 1.000 börnum samanborið við 47 af hverjum 1.000 fullorðnum,“ segir í Talnabrunni. Þá segir að notkunin hafi verið mest á meðal drengja á aldrinum 15-17 ára, þar sem 181 af hverjum 1.000 drengjum fengu ávísun á adrenvirk lyf. „Notkunin var litlu minni hjá drengjum á aldrinum 10-14 ára (177/1.000). Á meðal stúlkna er notkunin einnig mest í aldurshópnum 15-17 ára þar sem 130 af hverjum 1.000 stúlkum fengu slíku lyfi ávísað a.m.k. einu sinni 2022.“ Færist í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða Í Talnabrunninum segir að talsverð breyting hafi orðið á notkunarmynstri ADHD lyfja á síðustu fjórum árum. Metýlfenidat er mest notaða lyfið í flokknum, eða um 67 prósent af heildarmagni, en hlutfall lisdex-amfetamíns hefur farið ört vaxandi frá 2017 og er nú um 28 prósent af heildarmagni afgreiddra lyfja. „Aukna notkun lisdexamfetamíns má a.m.k. að hluta til rekja til þess að fyrrnefnt lyfið er á óvirku formi við inntöku og verður fyrst virkt við upptöku lyfsins úr meltingarvegi. Þessi eiginleiki lisdexamfetamíns verður til þess að erfitt er að misnota lyfið á sama hátt og metýlfenidat, sem er á virku formi við inntöku. Ennfremur benda sumar rannsóknir til þess að lyfið hafi minni aukaverkanir en metýlfenidat,“ segir í Talnabrunninum. Notkun ADHD lyfja hefur aukist að meðaltali um 11 prósent hjá börnum og 17 prósent hjá fullorðnum frá árinu 2014. Þá segir að á undanförnum árum hafi færst í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða ADHD lyfjum til að meðhöndla svefnröskun. „Af þeim 20.680 einstaklingum sem fengu ávísað ADHD lyfjum á árinu 2022, fengu 3.908 einstaklingar einnig ávísað melatóníni. Þetta samsvarar því að um 19% einstaklinga á ADHD lyfjum hafi einnig fengið ávísað melatóníni á árinu 2022.“
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira