20.068 fengu ávísað ADHD lyfjum og notkunin eykst enn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2023 08:10 Drengir á unglingsaldri eru stærsti einstaki hópurinn sem fær ávísað ADHD lyfjum. Getty Notkun ADHD lyfja jókst um 12,3 prósent milli ára 2021 til 2022 en fyrra árið nam hún 51 dagskammti á hverja 1.000 íbúa en 57 dagskömmtum seinna árið. Þetta er minni aukning en undanfarin ár. Frá þessu er greint í Talnabrunni landlæknisembættisins en þar segir að árið 2022 hafi 20.680 einstaklingar fengið ávísað lyfjum við ADHD, þar af 6.807 börn og 13.873 fullorðnir. Þetta samsvarar því að 55 af hverjum 1.000 íbúum hafi fengið ávísað ADHD lyfjum. Þetta er 11,1 prósent aukning frá fyrra ári. „Hlutfall þeirra sem fengu ávísað slíkum lyfjum var mun hærra hjá börnum en fullorðnum eða 81 af hverjum 1.000 börnum samanborið við 47 af hverjum 1.000 fullorðnum,“ segir í Talnabrunni. Þá segir að notkunin hafi verið mest á meðal drengja á aldrinum 15-17 ára, þar sem 181 af hverjum 1.000 drengjum fengu ávísun á adrenvirk lyf. „Notkunin var litlu minni hjá drengjum á aldrinum 10-14 ára (177/1.000). Á meðal stúlkna er notkunin einnig mest í aldurshópnum 15-17 ára þar sem 130 af hverjum 1.000 stúlkum fengu slíku lyfi ávísað a.m.k. einu sinni 2022.“ Færist í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða Í Talnabrunninum segir að talsverð breyting hafi orðið á notkunarmynstri ADHD lyfja á síðustu fjórum árum. Metýlfenidat er mest notaða lyfið í flokknum, eða um 67 prósent af heildarmagni, en hlutfall lisdex-amfetamíns hefur farið ört vaxandi frá 2017 og er nú um 28 prósent af heildarmagni afgreiddra lyfja. „Aukna notkun lisdexamfetamíns má a.m.k. að hluta til rekja til þess að fyrrnefnt lyfið er á óvirku formi við inntöku og verður fyrst virkt við upptöku lyfsins úr meltingarvegi. Þessi eiginleiki lisdexamfetamíns verður til þess að erfitt er að misnota lyfið á sama hátt og metýlfenidat, sem er á virku formi við inntöku. Ennfremur benda sumar rannsóknir til þess að lyfið hafi minni aukaverkanir en metýlfenidat,“ segir í Talnabrunninum. Notkun ADHD lyfja hefur aukist að meðaltali um 11 prósent hjá börnum og 17 prósent hjá fullorðnum frá árinu 2014. Þá segir að á undanförnum árum hafi færst í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða ADHD lyfjum til að meðhöndla svefnröskun. „Af þeim 20.680 einstaklingum sem fengu ávísað ADHD lyfjum á árinu 2022, fengu 3.908 einstaklingar einnig ávísað melatóníni. Þetta samsvarar því að um 19% einstaklinga á ADHD lyfjum hafi einnig fengið ávísað melatóníni á árinu 2022.“ Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira
Frá þessu er greint í Talnabrunni landlæknisembættisins en þar segir að árið 2022 hafi 20.680 einstaklingar fengið ávísað lyfjum við ADHD, þar af 6.807 börn og 13.873 fullorðnir. Þetta samsvarar því að 55 af hverjum 1.000 íbúum hafi fengið ávísað ADHD lyfjum. Þetta er 11,1 prósent aukning frá fyrra ári. „Hlutfall þeirra sem fengu ávísað slíkum lyfjum var mun hærra hjá börnum en fullorðnum eða 81 af hverjum 1.000 börnum samanborið við 47 af hverjum 1.000 fullorðnum,“ segir í Talnabrunni. Þá segir að notkunin hafi verið mest á meðal drengja á aldrinum 15-17 ára, þar sem 181 af hverjum 1.000 drengjum fengu ávísun á adrenvirk lyf. „Notkunin var litlu minni hjá drengjum á aldrinum 10-14 ára (177/1.000). Á meðal stúlkna er notkunin einnig mest í aldurshópnum 15-17 ára þar sem 130 af hverjum 1.000 stúlkum fengu slíku lyfi ávísað a.m.k. einu sinni 2022.“ Færist í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða Í Talnabrunninum segir að talsverð breyting hafi orðið á notkunarmynstri ADHD lyfja á síðustu fjórum árum. Metýlfenidat er mest notaða lyfið í flokknum, eða um 67 prósent af heildarmagni, en hlutfall lisdex-amfetamíns hefur farið ört vaxandi frá 2017 og er nú um 28 prósent af heildarmagni afgreiddra lyfja. „Aukna notkun lisdexamfetamíns má a.m.k. að hluta til rekja til þess að fyrrnefnt lyfið er á óvirku formi við inntöku og verður fyrst virkt við upptöku lyfsins úr meltingarvegi. Þessi eiginleiki lisdexamfetamíns verður til þess að erfitt er að misnota lyfið á sama hátt og metýlfenidat, sem er á virku formi við inntöku. Ennfremur benda sumar rannsóknir til þess að lyfið hafi minni aukaverkanir en metýlfenidat,“ segir í Talnabrunninum. Notkun ADHD lyfja hefur aukist að meðaltali um 11 prósent hjá börnum og 17 prósent hjá fullorðnum frá árinu 2014. Þá segir að á undanförnum árum hafi færst í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða ADHD lyfjum til að meðhöndla svefnröskun. „Af þeim 20.680 einstaklingum sem fengu ávísað ADHD lyfjum á árinu 2022, fengu 3.908 einstaklingar einnig ávísað melatóníni. Þetta samsvarar því að um 19% einstaklinga á ADHD lyfjum hafi einnig fengið ávísað melatóníni á árinu 2022.“
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira