Þóra Arnórsdóttir hættir hjá RÚV Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. febrúar 2023 13:49 Þóra Arnórsdóttir. RÚV Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisutvarpinu. Hún segist skilja sátt eftir 25 ára starf í fjölmiðlum og ætlar í annan bransa sem þó er leyndarmál fyrst um sinn. Þóra segist í samtali við Vísi reikna með að taka nokkra daga í að ganga frá í Efstaleiti. Það taki tíma þegar maður hafi verið á svæðinu í 25 ár, með einhverjum hléum þó. „Ég hætti strax sem ritstjóri Kveiks. Um leið og þú ert farinn að vinna annars staðar þá er það eðlilegt í starfi eins og mínu,“ segir Þóra. Ingólfur Bjarni Sigfússon tekur við sem ritstjóri Kveiks af Þóru. Aðspurð hvað taki við vill Þóra ekki upplýsa um það að svo stöddu. Hún segist þó kveðja fjölmiðla í bili. „Ég er búin að vera í 25 ára í útvarpi, sjónvarpi, gert heimildarþætti, fréttaskýringaþætti, kosningaþætti og skemmtiþætti. Ég hef tekið á móti fleiri Eddum en flestir sjónvarpsmenn. Ég get alveg verið sátt við þennan aldarfjórðung.“ Hún segist mjög spennt fyrir því að halda inn á annan vettvang og mæti þeim verkefnum sem bíða hennar af auðmýkt. Kveikur var fyrst á dagskrá Ríkissjónvarpsins haustið 2017 og og hefur Þóra gegnt ritstjórastöðunni frá upphafi, ef frá er talið tímabil 2019 til 2020. Á árum áður var Þóra í hópi umsjónarmanna spurningaþáttarins Útsvars sem var á dagskrá RÚV á árunum 2007 til 2017. Hún bauð sig fram til forseta lýðveldisins árið 2012. Aðspurð hvort hún hyggi nokkuð á annað framboð hlær hún og greinilegt á henni að Guðni Th. Jóhannesson þurfi ekki að hafa áhyggjur af mótframboði á næsta ári, að minnsta kosti ekki frá henni. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Þóra segist í samtali við Vísi reikna með að taka nokkra daga í að ganga frá í Efstaleiti. Það taki tíma þegar maður hafi verið á svæðinu í 25 ár, með einhverjum hléum þó. „Ég hætti strax sem ritstjóri Kveiks. Um leið og þú ert farinn að vinna annars staðar þá er það eðlilegt í starfi eins og mínu,“ segir Þóra. Ingólfur Bjarni Sigfússon tekur við sem ritstjóri Kveiks af Þóru. Aðspurð hvað taki við vill Þóra ekki upplýsa um það að svo stöddu. Hún segist þó kveðja fjölmiðla í bili. „Ég er búin að vera í 25 ára í útvarpi, sjónvarpi, gert heimildarþætti, fréttaskýringaþætti, kosningaþætti og skemmtiþætti. Ég hef tekið á móti fleiri Eddum en flestir sjónvarpsmenn. Ég get alveg verið sátt við þennan aldarfjórðung.“ Hún segist mjög spennt fyrir því að halda inn á annan vettvang og mæti þeim verkefnum sem bíða hennar af auðmýkt. Kveikur var fyrst á dagskrá Ríkissjónvarpsins haustið 2017 og og hefur Þóra gegnt ritstjórastöðunni frá upphafi, ef frá er talið tímabil 2019 til 2020. Á árum áður var Þóra í hópi umsjónarmanna spurningaþáttarins Útsvars sem var á dagskrá RÚV á árunum 2007 til 2017. Hún bauð sig fram til forseta lýðveldisins árið 2012. Aðspurð hvort hún hyggi nokkuð á annað framboð hlær hún og greinilegt á henni að Guðni Th. Jóhannesson þurfi ekki að hafa áhyggjur af mótframboði á næsta ári, að minnsta kosti ekki frá henni.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira