Erlent

Pervez Musharraf er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Pervez Musharraf árið 2013, stuttu áður en hann tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig aftur fram til forseta Pakistan.
Pervez Musharraf árið 2013, stuttu áður en hann tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig aftur fram til forseta Pakistan. Getty/Daniel Berehulak

Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistan, er látinn, 79 ára að aldri. Hann hafði verið að glíma við veikindi í nokkur ár og bjó síðustu ár lífs síns í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann sótti læknisþjónustu. 

Musharraf komst til valda í Pakistan árið 1999 í valdaránstilraun hersins. Tveimur árum seinna var hann gerður að forseta landsins og gegndi embættinu allt til ársins 2008 þegar hann tapaði í kosningum fyrir Asif Ali Zardari. 

Hann flúði land sex mánuðum eftir tapið en sneri aftur fimm árum síðar til þess að bjóða sig aftur fram til forseta. Það gekk ekki því hann var handtekinn og ákærður fyrir landráð. Upp úr því hófust löng málaferli en forsetanum tókst að flytja til Dúbaí árið 2016.

Hann var dæmdur til dauða árið 2019 en einungis mánuði síðar var dómnum áfrýjað og hann ógiltur. Honum var bannað að snúa aftur til Pakistan eftir það. Hann bjó í Dúbaí allt þar til hann lést í morgun á spítala. Lík hans verður flutt til Pakistan og grafið þar. 


Tengdar fréttir

Musharraf ákærður í Pakistan

Fyrrverandi forseti Pakistans hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu á Benazir Bhutto forsætisráðherra árið 2007.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×