Fótbolti

Miðju­hringurinn með „æxli“ er Haller skoraði sitt fyrsta mark eftir krabba­meins­með­ferðina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sebastien Haller er byrjaður að skora aftur eftir að hafa gengið í gegnum krabbameinsmeðferð.
Sebastien Haller er byrjaður að skora aftur eftir að hafa gengið í gegnum krabbameinsmeðferð. Twitter/Getty

Framherjinn Sebastien Haller skoraði þriðja mark Dortmund í 5-1 sigri liðsins gegn Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Þetta var hans fyrsta mark fyrir liðið eftir að leikmaðurinn snéri aftur eftir krabbameinsmeðferð.

Haller snéri aftur á völlinn fyrir þremur vikum eftir að hafa greinst með krabbamein í eista stuttu eftir að hann gekk í raðir Dortmund frá Ajax síðasta sumar.

Leikmaðurinn gekkst undir tvær aðgerðir og geislameðferð, en hans fyrsti leikur eftir meðferðina var þann 22. janúar þegar Dortmund vann 4-3 sigur gegn Augsburg. Hann lék svo sinn fyrsta byrjunarliðsleik viku síðar og reimaði á sig skotskóna í gær.

Þá var það einnig skemmtileg tilviljun að í gær, 4. febrúar, var Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn (e. World Cancer Day) og af því tilefni var bungu bætt á miðjuhringinn á heimavelli Dortmund fyrir leik og í hálfleik til að vekja athygli á eistnakrabbameini.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.