Haller snéri aftur á völlinn fyrir þremur vikum eftir að hafa greinst með krabbamein í eista stuttu eftir að hann gekk í raðir Dortmund frá Ajax síðasta sumar.
Leikmaðurinn gekkst undir tvær aðgerðir og geislameðferð, en hans fyrsti leikur eftir meðferðina var þann 22. janúar þegar Dortmund vann 4-3 sigur gegn Augsburg. Hann lék svo sinn fyrsta byrjunarliðsleik viku síðar og reimaði á sig skotskóna í gær.
Þá var það einnig skemmtileg tilviljun að í gær, 4. febrúar, var Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn (e. World Cancer Day) og af því tilefni var bungu bætt á miðjuhringinn á heimavelli Dortmund fyrir leik og í hálfleik til að vekja athygli á eistnakrabbameini.
Before the match and during the half-time break, a bulge that symbolizes a testicular tumor will be added to the center circle to raise awareness for testicular cancer.
— Borussia Dortmund (@BlackYellow) February 4, 2023
It's never too early to get a cancer screening and please do it regularly! 🙏#WorldCancerDay pic.twitter.com/URwBcuT77D