„Við erum ákaflega þakklát og ánægð“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. febrúar 2023 13:11 Frá árinu 2009 þegar vélin kom fyrst til landsins á 83 ára afmælisdegi Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar fagna því mjög að ríkisstjórnin hafi ákveðið að endurskoða ákvörðun um sölu á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar sem styr hefur staðið um í vikunni. Viðbrögð við sölunni hafi ekki komið á óvart enda sé flugvélin gríðarlega mikilvægt öryggistæki. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að selja TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, vakti hörð viðbrögð í vikunni. Tilkynnt var á miðvikudag að rekstri vélarinnar yrði hætt á árinu í hagræðingarskyni og söluferli myndi hefjast. Boðað var til fundar í fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd í gær til að ræða málið. Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði eftir fundinn að það kæmi ekki til greina að selja vélina. Hann gagnrýndi þá vinnubrögð ráðherra og að ekki hafi verið gert mat á þjóðaröryggisþáttum. Þá voru þingmenn margir harðorðir. Forsætisráðherra sagði þá að í ljósi viðbragða frá Landhelgisgæslunni, almannavörnum og fleirum þyrfti að fara yfir ákvörðunina, sem yrði ekki tekin án stuðnings Alþingis. Vélin yrði ekki seld án þess það myndi liggja fyrir hvað tæki við. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fundaði með ríkisstjórninni síðdegis vegna málsins í gær og sagði í kvöldfréttum að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa en ljóst væri að þörf væri á auknum fjárheimildum til Gæslunnar. „Ég finn bara góðan hug í því að við getum dregið þessa ákvörðun til baka og þá haldið rekstrinum áfram óbreyttum á sama tíma og við leitum hagræðinga í rekstri inn í framtíðina,“ sagði Jón eftir vinnufund með ríkisstjórninni í gær og sagðist hann reikna með að ákvörðunin yrði dregin til baka. „Mér sýnist stemningin vera þannig og ég fagna því mjög.“ Viðbrögðin komu Gæslunni ekki á óvart Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, fagnar því sömuleiðis mjög að endurskoða eigi ákvörðun um sölu á flugvélinni. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm „Við erum ákaflega þakklát og ánægð að þessi niðurstaða verði endurskoðuð. Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt tæki fyrir Landhelgisgæsluna og þjóðina alla og það skiptir höfuðmáli að við búum yfir þessari eftirlitsgetu úr lofti þegar kemur bæði að eftirliti og ekki síður leit og björgun. Þannig við erum afar ánægð með þetta,“ segir Ásgeir. Hann segir að þau hörðu viðbrögð sem bárust úr ýmsum áttum við sölunni hafi ekki komið á óvart. „Eins og rakið hefur verið í vikunni þá er þetta ákaflega þýðingarmikið tæki, ekki bara fyrir Landhelgisgæsluna heldur sömuleiðis fyrir vísindamenn og þjóðina alla. Þannig viðbrögðin komu ekki á óvart,“ segir Ásgeir. Stórt skarð ef af sölunni hefði orðið Í apríl á síðasta ári upplýsti Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, dómsmálaráðuneytið um að forsendur rekstraráætlunar Landhelgisgæslunnar væru brostnar sökum þess að fjárheimildir hefðu ekki fylgt umfangsmeiri rekstri og ekki síður vegna þeirra miklu hækkana sem orðið hefðu á olíuverði og öðrum aðföngum. „Með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar,“ sagði Georg á miðvikudag. Fjárveitingar til Landhelgisgæslunnar voru auknar um sex hundruð milljónir króna í fjárlögum en það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhalla síðasta árs. Dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að um væri að ræða töluvert minna en þau hafi farið fram á við gerð fjárlaga. „Á þeim tíma taldi ég að það myndi duga til að halda óbreyttum rekstri þó að ég vissi að yrði um þröngt skorið. Þetta er um 800 milljónum minna en við höfðum farið fram á. Svo þegar við fórum að liggja yfir þeim tölum þá var ljóst að við urðum að grípa til frekari ráðstafana,“ sagði Jón. „Ákvörðunin var að fara þessa leið, hún var talin skaða minnst þó ekki skaðlaus. Við vorum sammála um það forystumenn Landhelgisgæslunnar og starfsfólk ráðuneytis að þetta væri leiðin sem væri skynsamlegt að fara. Hún er tilkynnt með minnisblaði og viðbrögðin ekki látið á sér standa. Nú erum við stödd hér að vilji virðist vera til að bregðast við þessu með öðrum hætti og ég fagna því,“ sagði hann enn fremur. Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Reiknar með að fallið verði frá sölunni Líklegt er að ákvörðun um sölu á TF-SIF verði dregin til baka að sögn dómsmálaráðherra, sem fagnar viðbrögðum við fjárskorti Landhelgisgæslunnar. 3. febrúar 2023 18:35 Enginn verði glaðari en Jón sjálfur haldi Gæslan vélinni Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að enginn verði glaðari en hann sjálfur finnist fjármagn í kerfinu til að halda rekstri á flugvél Landhelgisgæslunnar áfram. Jón kynnti fyrr í vikunni fyrirhugaða sölu á flugvélinni vegna fjárskorts. 3. febrúar 2023 17:01 Flugvélin verði ekki seld nema önnur taki við Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. 3. febrúar 2023 14:02 „Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. 3. febrúar 2023 13:30 Formaður fjárlaganefndar boðar til aukafundar vegna TF-SIF Þingmenn fordæma vinnubrögð dómsmálaráðherra við ákvörðun um sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar og segja hana mikilvæga vegna þjóðaröryggis. Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd um málið á morgun. Ýmsir sem tengjast viðbrögðum við náttúruvá og annarri hættu undrast einnig að selja eigi þessa fullkomnustu leitar og björgunarflugvél landsins 2. febrúar 2023 19:20 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Sjá meira
Ákvörðun dómsmálaráðherra um að selja TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, vakti hörð viðbrögð í vikunni. Tilkynnt var á miðvikudag að rekstri vélarinnar yrði hætt á árinu í hagræðingarskyni og söluferli myndi hefjast. Boðað var til fundar í fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd í gær til að ræða málið. Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði eftir fundinn að það kæmi ekki til greina að selja vélina. Hann gagnrýndi þá vinnubrögð ráðherra og að ekki hafi verið gert mat á þjóðaröryggisþáttum. Þá voru þingmenn margir harðorðir. Forsætisráðherra sagði þá að í ljósi viðbragða frá Landhelgisgæslunni, almannavörnum og fleirum þyrfti að fara yfir ákvörðunina, sem yrði ekki tekin án stuðnings Alþingis. Vélin yrði ekki seld án þess það myndi liggja fyrir hvað tæki við. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fundaði með ríkisstjórninni síðdegis vegna málsins í gær og sagði í kvöldfréttum að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa en ljóst væri að þörf væri á auknum fjárheimildum til Gæslunnar. „Ég finn bara góðan hug í því að við getum dregið þessa ákvörðun til baka og þá haldið rekstrinum áfram óbreyttum á sama tíma og við leitum hagræðinga í rekstri inn í framtíðina,“ sagði Jón eftir vinnufund með ríkisstjórninni í gær og sagðist hann reikna með að ákvörðunin yrði dregin til baka. „Mér sýnist stemningin vera þannig og ég fagna því mjög.“ Viðbrögðin komu Gæslunni ekki á óvart Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, fagnar því sömuleiðis mjög að endurskoða eigi ákvörðun um sölu á flugvélinni. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm „Við erum ákaflega þakklát og ánægð að þessi niðurstaða verði endurskoðuð. Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt tæki fyrir Landhelgisgæsluna og þjóðina alla og það skiptir höfuðmáli að við búum yfir þessari eftirlitsgetu úr lofti þegar kemur bæði að eftirliti og ekki síður leit og björgun. Þannig við erum afar ánægð með þetta,“ segir Ásgeir. Hann segir að þau hörðu viðbrögð sem bárust úr ýmsum áttum við sölunni hafi ekki komið á óvart. „Eins og rakið hefur verið í vikunni þá er þetta ákaflega þýðingarmikið tæki, ekki bara fyrir Landhelgisgæsluna heldur sömuleiðis fyrir vísindamenn og þjóðina alla. Þannig viðbrögðin komu ekki á óvart,“ segir Ásgeir. Stórt skarð ef af sölunni hefði orðið Í apríl á síðasta ári upplýsti Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, dómsmálaráðuneytið um að forsendur rekstraráætlunar Landhelgisgæslunnar væru brostnar sökum þess að fjárheimildir hefðu ekki fylgt umfangsmeiri rekstri og ekki síður vegna þeirra miklu hækkana sem orðið hefðu á olíuverði og öðrum aðföngum. „Með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar,“ sagði Georg á miðvikudag. Fjárveitingar til Landhelgisgæslunnar voru auknar um sex hundruð milljónir króna í fjárlögum en það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhalla síðasta árs. Dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að um væri að ræða töluvert minna en þau hafi farið fram á við gerð fjárlaga. „Á þeim tíma taldi ég að það myndi duga til að halda óbreyttum rekstri þó að ég vissi að yrði um þröngt skorið. Þetta er um 800 milljónum minna en við höfðum farið fram á. Svo þegar við fórum að liggja yfir þeim tölum þá var ljóst að við urðum að grípa til frekari ráðstafana,“ sagði Jón. „Ákvörðunin var að fara þessa leið, hún var talin skaða minnst þó ekki skaðlaus. Við vorum sammála um það forystumenn Landhelgisgæslunnar og starfsfólk ráðuneytis að þetta væri leiðin sem væri skynsamlegt að fara. Hún er tilkynnt með minnisblaði og viðbrögðin ekki látið á sér standa. Nú erum við stödd hér að vilji virðist vera til að bregðast við þessu með öðrum hætti og ég fagna því,“ sagði hann enn fremur.
Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Reiknar með að fallið verði frá sölunni Líklegt er að ákvörðun um sölu á TF-SIF verði dregin til baka að sögn dómsmálaráðherra, sem fagnar viðbrögðum við fjárskorti Landhelgisgæslunnar. 3. febrúar 2023 18:35 Enginn verði glaðari en Jón sjálfur haldi Gæslan vélinni Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að enginn verði glaðari en hann sjálfur finnist fjármagn í kerfinu til að halda rekstri á flugvél Landhelgisgæslunnar áfram. Jón kynnti fyrr í vikunni fyrirhugaða sölu á flugvélinni vegna fjárskorts. 3. febrúar 2023 17:01 Flugvélin verði ekki seld nema önnur taki við Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. 3. febrúar 2023 14:02 „Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. 3. febrúar 2023 13:30 Formaður fjárlaganefndar boðar til aukafundar vegna TF-SIF Þingmenn fordæma vinnubrögð dómsmálaráðherra við ákvörðun um sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar og segja hana mikilvæga vegna þjóðaröryggis. Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd um málið á morgun. Ýmsir sem tengjast viðbrögðum við náttúruvá og annarri hættu undrast einnig að selja eigi þessa fullkomnustu leitar og björgunarflugvél landsins 2. febrúar 2023 19:20 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Sjá meira
Reiknar með að fallið verði frá sölunni Líklegt er að ákvörðun um sölu á TF-SIF verði dregin til baka að sögn dómsmálaráðherra, sem fagnar viðbrögðum við fjárskorti Landhelgisgæslunnar. 3. febrúar 2023 18:35
Enginn verði glaðari en Jón sjálfur haldi Gæslan vélinni Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að enginn verði glaðari en hann sjálfur finnist fjármagn í kerfinu til að halda rekstri á flugvél Landhelgisgæslunnar áfram. Jón kynnti fyrr í vikunni fyrirhugaða sölu á flugvélinni vegna fjárskorts. 3. febrúar 2023 17:01
Flugvélin verði ekki seld nema önnur taki við Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. 3. febrúar 2023 14:02
„Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. 3. febrúar 2023 13:30
Formaður fjárlaganefndar boðar til aukafundar vegna TF-SIF Þingmenn fordæma vinnubrögð dómsmálaráðherra við ákvörðun um sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar og segja hana mikilvæga vegna þjóðaröryggis. Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd um málið á morgun. Ýmsir sem tengjast viðbrögðum við náttúruvá og annarri hættu undrast einnig að selja eigi þessa fullkomnustu leitar og björgunarflugvél landsins 2. febrúar 2023 19:20