Flugvélin verði ekki seld nema önnur taki við Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 3. febrúar 2023 14:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sér ekki fyrir sér að TF-SIF verði seld nema búið sé að ákveða hvað taki við. Vísir/Arnar Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tilkynnti í vikunni að ekki væru til fjármunir fyrir rekstri flugvélarinnar og því ætti að hætta rekstri hennar. Áformin hafa verið harðlega gagnrýnd úr ýmsum áttum og segir forsætisráðherra að skoða þurfi málið aftur. „Þetta mál var kynnt í ríkisstjórn í janúar. Ég var ekki á þeim fundi en ég tel fulla ástæðu til þess í ljósi þess viðbragðs sem við höfum heyrt, bæði frá Landhelgisgæslunni, almannavörnum og ýmsum aðilum úti í samfélaginu, sem þurfa á þjónustu þessarar flugvélar að halda, alveg einsýnt að það þarf að fara yfir þessa ákvörðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Vélin fari ekki nema annað taki við Hún bendir á að ekki sé hægt að selja flugvélina nema meirihluti þingmanna samþykki söluna. „Við munum ræða þetta á vettvangi Þjóðaröryggisráðs út frá þeim sjónarmiðum sem hafa komið fram gagnvart okkar skuldbindingum í alþjóðlegu samstarfi og líka gagnvart almannavarnarsjónarmiðum. Augljóslega þarf bara að fara mjög vel yfir þetta mál.“ Hún sjái ekki fyrir sér að salan verði að veruleika nema ákvörðun liggi fyrir um framhaldið. „Ég sé ekki fyrir mér að það sé hægt að taka þessa ákvörðun nema fyrir liggi hvað eigi að taka við. Við vitum það að þegar þessi vél kom á sínum tíma var það langur aðdragandi í að fá hana til landsins. Augljóslega má ekki verða neitt rof í þeim efnum,“ segir Katrín. „Ég held að þessi ákvörðun þurfi einfaldlega miklu betri skoðunar við. Það er ekki hægt að ráðast í að selja þessa vél án þess að það sé búið að fara yfir öll þessi sjónarmið. Það verður gert.“ Hún segir koma til greina að þessi tiltekna vél verði seld ef önnur komi í staðin. „Við vitum það sem þekkjum þessa sögu að það tók langan tíma síðast. Þetta snýst um það að tryggja að ekkert rof verði á þessari viðbúnaðargetu Landhelgisgæslunnar, það er ekki í boði.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir „Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. 3. febrúar 2023 13:30 Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3. febrúar 2023 11:00 Formaður fjárlaganefndar boðar til aukafundar vegna TF-SIF Þingmenn fordæma vinnubrögð dómsmálaráðherra við ákvörðun um sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar og segja hana mikilvæga vegna þjóðaröryggis. Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd um málið á morgun. Ýmsir sem tengjast viðbrögðum við náttúruvá og annarri hættu undrast einnig að selja eigi þessa fullkomnustu leitar og björgunarflugvél landsins 2. febrúar 2023 19:20 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tilkynnti í vikunni að ekki væru til fjármunir fyrir rekstri flugvélarinnar og því ætti að hætta rekstri hennar. Áformin hafa verið harðlega gagnrýnd úr ýmsum áttum og segir forsætisráðherra að skoða þurfi málið aftur. „Þetta mál var kynnt í ríkisstjórn í janúar. Ég var ekki á þeim fundi en ég tel fulla ástæðu til þess í ljósi þess viðbragðs sem við höfum heyrt, bæði frá Landhelgisgæslunni, almannavörnum og ýmsum aðilum úti í samfélaginu, sem þurfa á þjónustu þessarar flugvélar að halda, alveg einsýnt að það þarf að fara yfir þessa ákvörðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Vélin fari ekki nema annað taki við Hún bendir á að ekki sé hægt að selja flugvélina nema meirihluti þingmanna samþykki söluna. „Við munum ræða þetta á vettvangi Þjóðaröryggisráðs út frá þeim sjónarmiðum sem hafa komið fram gagnvart okkar skuldbindingum í alþjóðlegu samstarfi og líka gagnvart almannavarnarsjónarmiðum. Augljóslega þarf bara að fara mjög vel yfir þetta mál.“ Hún sjái ekki fyrir sér að salan verði að veruleika nema ákvörðun liggi fyrir um framhaldið. „Ég sé ekki fyrir mér að það sé hægt að taka þessa ákvörðun nema fyrir liggi hvað eigi að taka við. Við vitum það að þegar þessi vél kom á sínum tíma var það langur aðdragandi í að fá hana til landsins. Augljóslega má ekki verða neitt rof í þeim efnum,“ segir Katrín. „Ég held að þessi ákvörðun þurfi einfaldlega miklu betri skoðunar við. Það er ekki hægt að ráðast í að selja þessa vél án þess að það sé búið að fara yfir öll þessi sjónarmið. Það verður gert.“ Hún segir koma til greina að þessi tiltekna vél verði seld ef önnur komi í staðin. „Við vitum það sem þekkjum þessa sögu að það tók langan tíma síðast. Þetta snýst um það að tryggja að ekkert rof verði á þessari viðbúnaðargetu Landhelgisgæslunnar, það er ekki í boði.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir „Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. 3. febrúar 2023 13:30 Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3. febrúar 2023 11:00 Formaður fjárlaganefndar boðar til aukafundar vegna TF-SIF Þingmenn fordæma vinnubrögð dómsmálaráðherra við ákvörðun um sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar og segja hana mikilvæga vegna þjóðaröryggis. Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd um málið á morgun. Ýmsir sem tengjast viðbrögðum við náttúruvá og annarri hættu undrast einnig að selja eigi þessa fullkomnustu leitar og björgunarflugvél landsins 2. febrúar 2023 19:20 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
„Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. 3. febrúar 2023 13:30
Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3. febrúar 2023 11:00
Formaður fjárlaganefndar boðar til aukafundar vegna TF-SIF Þingmenn fordæma vinnubrögð dómsmálaráðherra við ákvörðun um sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar og segja hana mikilvæga vegna þjóðaröryggis. Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd um málið á morgun. Ýmsir sem tengjast viðbrögðum við náttúruvá og annarri hættu undrast einnig að selja eigi þessa fullkomnustu leitar og björgunarflugvél landsins 2. febrúar 2023 19:20