Gríðarlegur missir af Söru: „Hafði ákveðinn skilning á því sem hún sagði við mig“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2023 13:48 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur kvatt íslenska landsliðið eftir að hafa spilað fyrir hönd Íslands í fimmtán ár og sett leikjamet. VÍSIR/VILHELM Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tjáði sig í dag um þá ákvörðun Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, leikjahæstu landsliðskonu Íslands frá upphafi, að hætta að spila fyrir íslenska landsliðið. Hann sagðist sýna ákvörðuninni skilning. Sara Björk, sem er 32 ára gömlu, tilkynnti í síðasta mánuði að hún væri hætt í landsliðinu en hún hafði verið fyrirliði þess um árabil. Sara á metið yfir flesta A-landsleiki íslensks knattspyrnufólks en hún spilaði 145 leiki eftir að hafa spilað þann fyrsta í ágúst 2007, þegar hún var enn aðeins 16 ára gömul. „Auðvitað er mikill missir að hún sé að hætta og það vita allir hvað hún hefur gert fyrir íslenskan fótbolta. Og hversu mikill leiðtogi, sterkur karakter og fyrirmynd hún hefur verið innan hópsins og utan vallar líka. Auðvitað er þetta gríðarlegur missir,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag eftir að hafa kynnt fyrsta landsliðshóp sinn eftir ákvörðun Söru. Þar kom meðal annars fram að Glódís Perla Viggósdóttir tæki við af Söru sem fyrirliði. Þorsteinn var spurður hvort hann hefði reynt að telja Söru hughvarf en sagði að Sara hefði þegar verið búin að taka sína ákvörðun þegar þau ræddu saman: „Við áttum samtal og fyrir mig snerist það ekkert endilega um að snúa ákvörðun hennar við. Ég hafði ákveðinn skilning á því sem hún sagði við mig. Þetta var ákvörðun sem hún var búin að taka þegar við ræddum saman og það var ekkert þannig séð sem ég gat gert til að breyta því. Ég skildi hennar ákvörðun,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um ákvörðun Söru Bjarkar Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Karólína Lea snýr aftur í landsliðið og Ólöf Sigríður valin í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir Pinatar æfingamótið sem fer fram á Spáni seinna í þessum mánuði. 3. febrúar 2023 13:11 „Maður finnur að líkaminn er að þreytast“ Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita. 13. janúar 2023 14:31 Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. 13. janúar 2023 10:25 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira
Sara Björk, sem er 32 ára gömlu, tilkynnti í síðasta mánuði að hún væri hætt í landsliðinu en hún hafði verið fyrirliði þess um árabil. Sara á metið yfir flesta A-landsleiki íslensks knattspyrnufólks en hún spilaði 145 leiki eftir að hafa spilað þann fyrsta í ágúst 2007, þegar hún var enn aðeins 16 ára gömul. „Auðvitað er mikill missir að hún sé að hætta og það vita allir hvað hún hefur gert fyrir íslenskan fótbolta. Og hversu mikill leiðtogi, sterkur karakter og fyrirmynd hún hefur verið innan hópsins og utan vallar líka. Auðvitað er þetta gríðarlegur missir,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag eftir að hafa kynnt fyrsta landsliðshóp sinn eftir ákvörðun Söru. Þar kom meðal annars fram að Glódís Perla Viggósdóttir tæki við af Söru sem fyrirliði. Þorsteinn var spurður hvort hann hefði reynt að telja Söru hughvarf en sagði að Sara hefði þegar verið búin að taka sína ákvörðun þegar þau ræddu saman: „Við áttum samtal og fyrir mig snerist það ekkert endilega um að snúa ákvörðun hennar við. Ég hafði ákveðinn skilning á því sem hún sagði við mig. Þetta var ákvörðun sem hún var búin að taka þegar við ræddum saman og það var ekkert þannig séð sem ég gat gert til að breyta því. Ég skildi hennar ákvörðun,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um ákvörðun Söru Bjarkar
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Karólína Lea snýr aftur í landsliðið og Ólöf Sigríður valin í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir Pinatar æfingamótið sem fer fram á Spáni seinna í þessum mánuði. 3. febrúar 2023 13:11 „Maður finnur að líkaminn er að þreytast“ Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita. 13. janúar 2023 14:31 Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. 13. janúar 2023 10:25 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira
Karólína Lea snýr aftur í landsliðið og Ólöf Sigríður valin í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir Pinatar æfingamótið sem fer fram á Spáni seinna í þessum mánuði. 3. febrúar 2023 13:11
„Maður finnur að líkaminn er að þreytast“ Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita. 13. janúar 2023 14:31
Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. 13. janúar 2023 10:25